Stjórnmálafræðingur: Besti flokkurinn tekur sig alvarlega 22. maí 2010 19:21 Flestir Reykvíkingar vilja að Jón Gnarr verði næsti borgarstjóri, samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðingur segir nýja aðgerðaráætlun Besta flokksins vísbendingu um að flokkurinn taki sig alvarlega. Flestir þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta Flokksins, verði næsti borgarstjóri. Næst á eftir kemur Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og í þriðja sæti er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Jón Gnarr segir að leiklistin verði í öðru sæti, ef hann tekur við sem borgarstjóri. „Ég set hana á ís og hver veit nema ég geti stundað hana eitthvað samhliða. Ég er mjög góður í að multitaska," segir Jón. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að kjósendur séu greinilega í miklum vafa um stjórnmálin almennt. Fylgi Besta flokksins sé án fordæmis. „Og náttúrulega algjörlega fordæmislaust þegar kemur að grín- eða ádeiluframboði." En telur Stefanía að fylgið haldi næstu helgi? „Ég held að þessar skoðanakannanir séu vísbendingar sem taka verði mark á. Ég held að Besti flokkurinn hljóti að koma þónokkuð mörgum inn nema það komi upp í vikunni álitamál sem varpi rýrð á framboðið," segir Stefanía. Flokkurinn verði þó að gera kjósendum grein fyrir því hvort um sé að ræða áframhaldandi brandara eða alvöru. Í aðgerðaráætlun Besta flokksins segir að flokkurinn vilji draga skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála, stöðva pólitískar ráðningar, sýna ábyrgð og ráðdeild í fjármálastjórnun, loka miðbænum fyrir almenna bílaumferð, tryggja jafnan aðgang allra að dagvistun og persónulega grunnþjónustu fyrir aldraða. Þá vill flokkurinn finna úrræði fyrir útigangsfólk, bjóða atvinnulausum að taka þátt í uppbyggingarstarfi í borginni og skoða þann möguleika að nota Arnarholt á Kjalarnesi undir alþjóðlegt hvítflibbafangelsi, svo eitthvað sé nefnt. „Nú hefur verið lögð fram aðgerðaráætlun í einhverjum liðum. Það er vísbending fyrir kjósendur um það að flokkurinn taki sig á einhvern hátt alvarlega," segir Stefanía. Kosningar 2010 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Flestir Reykvíkingar vilja að Jón Gnarr verði næsti borgarstjóri, samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðingur segir nýja aðgerðaráætlun Besta flokksins vísbendingu um að flokkurinn taki sig alvarlega. Flestir þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta Flokksins, verði næsti borgarstjóri. Næst á eftir kemur Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og í þriðja sæti er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Jón Gnarr segir að leiklistin verði í öðru sæti, ef hann tekur við sem borgarstjóri. „Ég set hana á ís og hver veit nema ég geti stundað hana eitthvað samhliða. Ég er mjög góður í að multitaska," segir Jón. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að kjósendur séu greinilega í miklum vafa um stjórnmálin almennt. Fylgi Besta flokksins sé án fordæmis. „Og náttúrulega algjörlega fordæmislaust þegar kemur að grín- eða ádeiluframboði." En telur Stefanía að fylgið haldi næstu helgi? „Ég held að þessar skoðanakannanir séu vísbendingar sem taka verði mark á. Ég held að Besti flokkurinn hljóti að koma þónokkuð mörgum inn nema það komi upp í vikunni álitamál sem varpi rýrð á framboðið," segir Stefanía. Flokkurinn verði þó að gera kjósendum grein fyrir því hvort um sé að ræða áframhaldandi brandara eða alvöru. Í aðgerðaráætlun Besta flokksins segir að flokkurinn vilji draga skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála, stöðva pólitískar ráðningar, sýna ábyrgð og ráðdeild í fjármálastjórnun, loka miðbænum fyrir almenna bílaumferð, tryggja jafnan aðgang allra að dagvistun og persónulega grunnþjónustu fyrir aldraða. Þá vill flokkurinn finna úrræði fyrir útigangsfólk, bjóða atvinnulausum að taka þátt í uppbyggingarstarfi í borginni og skoða þann möguleika að nota Arnarholt á Kjalarnesi undir alþjóðlegt hvítflibbafangelsi, svo eitthvað sé nefnt. „Nú hefur verið lögð fram aðgerðaráætlun í einhverjum liðum. Það er vísbending fyrir kjósendur um það að flokkurinn taki sig á einhvern hátt alvarlega," segir Stefanía.
Kosningar 2010 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira