Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, svitnaði vel á hliðarlínunni í dag og hann á eftir að svitna enn meira áður en dagurinn er allur.
Hann lagði nefnilega undir við leikmenn sína fyrir leikinn. Hann lofaði leikmönnum því að hlaupa lokasprettinn í Hólminn ef Snæfell myndi vinna leikinn.
Ingi verður settur úr rútunni þegar 5 kílómetrar eru í bæinn og hann mun skokka í skyrtunni í bæinn.
Ingi ber það ekki með sér að vera í gríðarlegu góðu líkamlegu formi en hann tjáði blaðamanni Vísis að hann myndi líklega lifa hlaupið af.