Steven Gerrard var aðeins skugginn af sjálfum sér í leiknum gegn Wigan á mánudag og hann hélt áfram að valda vonbrigðum í kvöld.
Eina mark leiksins kom sex mínútum fyrir leikslok. Eden Hazard tók aukaspyrnu sem gestirnir misreiknuðu illilega og boltinn sigldi í netið. Stuttu síðar hefði Lille getað skorað annað mark en boltinn fór þá í stöngina. Ekki er víst að þetta eina mark sé nægt veganesti fyrir Lille í seinni leikinn á Anfield sem fram fer eftir viku.
Þremur öðrum leikjum í keppninni var einnig að ljúka. Ruud van Nistelrooy var meðal markaskorara Hamburger sem vann Anderlecht 3-1.
Lille - Liverpool 1-0
1-0 Hazard (84.)
Atletico Madrid - Sporting Lissabon 0-0
Hamburger - Anderlecht 3-1
1-0 Mathijsen (23.), 2-0 Nistelrooy (40.), 2-1 Legear (45.), 3-1 Jarolim (76.)
Rubin Kazan - Wolfsburg 1-1
1-0 Noboa (29.), 1-1 Misimovic (67.)