Lionel Messi skaut Barcelona áfram með fernu Elvar Geir Magnússon skrifar 6. apríl 2010 12:43 Messi skoraði fjögur mörk í kvöld. Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga. Daninn Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins þrjár mínútur að svara. Þá skoraði Messi glæsilegt mark. Messi var síðan búinn að skora þrennu fyrir hálfleik og bætti við fjórða markinu þegar skammt var til leiksloka. Ótrúleg tiþrif frá besta knattspyrnumanni heims. Barcelona kemst áfram samtals 6-3 og mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Barcelona en hana má lesa hér að neðan. Barcelona - Arsenal 4-1 (samanlagt: 6-3) 0-1 Nicklas Bendtner (18.) 1-1 Lionel Messi (21.) 2-1 Lionel Messi (37.) 3-1 Lionel Messi (42.) 4-1 Lionel Messi (88.) 90.mín: Leik lokið. 88.mín: MARK! Lionel Messi búinn að skora sitt fjórða mark og þá er þetta tryggt. Staðan 4-1 fyrir Barcelona. 74.mín: Bendtner skallaði í stöng en var rangstæður. Eduardo kominn inn sem varamaður. Arsenal hefur skorað mikið undir lok leikja í vetur, sjáum hvort þeir halda því áfram. 66.mín: Arsenal þarf að skora fljótlega og þá fáum við spennandi lokakafla. Emmanuel Eboue er kominn inn sem varamaður fyrir Mikael Silvestre. 57.mín: Upphafsmínútur seinni hálfleiks verið tíðindalitlar. 49.mín: Seinni hálfleikur er hafinn... markaregninu er væntanlega ekki lokið. 45.mín: Það er kominn hálfleikur. Arsenal þarf að skora tvívegis í seinni hálfleik, 3-3 kemur þeim áfram. En á móti Messi verður það ansi erfitt. 42.mín: MARK! Þessi maður! Það getur enginn mótmælt því að Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims. Hann var að koma Börsungum í 3-1, búinn að innsigla þrennu sína strax í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegn og vippaði boltanum svellkaldur yfir Almunia. Ótrúlegur hamur sem maðurinn er í. 37.mín: MARK! Börsungar eru komnir í 2-1. Lionel Messi hefur verið hreint frábær í þessum leik og var að skora sitt annað mark. Sjóðheitur Messi. 31.mín: Áfram heldur skemmtunin á Spáni. Messi var að sýna skemmtileg tilþrif, dansaði framhjá gestunum áður en Denilson tæklaði hann niður og fékk gult spjald. 21.mín: MARK! Börsungar hafa svarað strax. Lionel Messi skoraði með þrumuskoti. Stórglæsilegt mark en Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, hefði átt að gera betur í aðdragandanum. Staðan orðin 1-1. 18.mín: MARK! Arsenal er komið yfir! Þessi leikur verður svakalegur. Daninn Nicklas Bendtner skoraði af harðfylgi. Theo Walcott slapp í gegn, renndi boltanum á Bendtner sem skoraði í annari tilraun. Staðan 0-1. 16.mín: Þið ættuð flest að vera með þetta á hreinu en látum þetta þó flakka... fleiri mörk skoruð á útivelli telja ef leikurinn endar með jafntefli. Ef þessi síðari leikur fer 0-0 þá kemst Barcelona áfram en ef hann endar 3-3 fer Arsenal áfram. Aðeins 2-2 gerir það að verkum að framlengt verði á Camp Nou. 11.mín: Börsungar hafa fengið einu færin hingað til en þau teljast þó aðeins hálf-færi. Ekki alveg sama byrjun og í fyrri leiknum. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Liðið sem ber sigur úr býtum mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. 0.mín: Dómari í kvöld er hinn þýski Wolfgang Stark. Barcelona hefur ekki unnið Evrópuleik sem hann dæmir en Arsenal hefur hinsvegar unnið alla sína leiki þar sem Stark er með flautuna. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Mikael Silvestre og Theo Walcott byrja báðir hjá Arsenal. Andres Iniesta fær sér sæti á varamannabekk Barcelona, við hlið Thierry Henry. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. (Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.) Byrjunarlið Arsenal: Almunial, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga. Daninn Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins þrjár mínútur að svara. Þá skoraði Messi glæsilegt mark. Messi var síðan búinn að skora þrennu fyrir hálfleik og bætti við fjórða markinu þegar skammt var til leiksloka. Ótrúleg tiþrif frá besta knattspyrnumanni heims. Barcelona kemst áfram samtals 6-3 og mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Barcelona en hana má lesa hér að neðan. Barcelona - Arsenal 4-1 (samanlagt: 6-3) 0-1 Nicklas Bendtner (18.) 1-1 Lionel Messi (21.) 2-1 Lionel Messi (37.) 3-1 Lionel Messi (42.) 4-1 Lionel Messi (88.) 90.mín: Leik lokið. 88.mín: MARK! Lionel Messi búinn að skora sitt fjórða mark og þá er þetta tryggt. Staðan 4-1 fyrir Barcelona. 74.mín: Bendtner skallaði í stöng en var rangstæður. Eduardo kominn inn sem varamaður. Arsenal hefur skorað mikið undir lok leikja í vetur, sjáum hvort þeir halda því áfram. 66.mín: Arsenal þarf að skora fljótlega og þá fáum við spennandi lokakafla. Emmanuel Eboue er kominn inn sem varamaður fyrir Mikael Silvestre. 57.mín: Upphafsmínútur seinni hálfleiks verið tíðindalitlar. 49.mín: Seinni hálfleikur er hafinn... markaregninu er væntanlega ekki lokið. 45.mín: Það er kominn hálfleikur. Arsenal þarf að skora tvívegis í seinni hálfleik, 3-3 kemur þeim áfram. En á móti Messi verður það ansi erfitt. 42.mín: MARK! Þessi maður! Það getur enginn mótmælt því að Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims. Hann var að koma Börsungum í 3-1, búinn að innsigla þrennu sína strax í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegn og vippaði boltanum svellkaldur yfir Almunia. Ótrúlegur hamur sem maðurinn er í. 37.mín: MARK! Börsungar eru komnir í 2-1. Lionel Messi hefur verið hreint frábær í þessum leik og var að skora sitt annað mark. Sjóðheitur Messi. 31.mín: Áfram heldur skemmtunin á Spáni. Messi var að sýna skemmtileg tilþrif, dansaði framhjá gestunum áður en Denilson tæklaði hann niður og fékk gult spjald. 21.mín: MARK! Börsungar hafa svarað strax. Lionel Messi skoraði með þrumuskoti. Stórglæsilegt mark en Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, hefði átt að gera betur í aðdragandanum. Staðan orðin 1-1. 18.mín: MARK! Arsenal er komið yfir! Þessi leikur verður svakalegur. Daninn Nicklas Bendtner skoraði af harðfylgi. Theo Walcott slapp í gegn, renndi boltanum á Bendtner sem skoraði í annari tilraun. Staðan 0-1. 16.mín: Þið ættuð flest að vera með þetta á hreinu en látum þetta þó flakka... fleiri mörk skoruð á útivelli telja ef leikurinn endar með jafntefli. Ef þessi síðari leikur fer 0-0 þá kemst Barcelona áfram en ef hann endar 3-3 fer Arsenal áfram. Aðeins 2-2 gerir það að verkum að framlengt verði á Camp Nou. 11.mín: Börsungar hafa fengið einu færin hingað til en þau teljast þó aðeins hálf-færi. Ekki alveg sama byrjun og í fyrri leiknum. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Liðið sem ber sigur úr býtum mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. 0.mín: Dómari í kvöld er hinn þýski Wolfgang Stark. Barcelona hefur ekki unnið Evrópuleik sem hann dæmir en Arsenal hefur hinsvegar unnið alla sína leiki þar sem Stark er með flautuna. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Mikael Silvestre og Theo Walcott byrja báðir hjá Arsenal. Andres Iniesta fær sér sæti á varamannabekk Barcelona, við hlið Thierry Henry. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. (Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.) Byrjunarlið Arsenal: Almunial, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira