Hálfrænulaus eftir dáleiðslu hjá Sailesh 20. mars 2010 06:00 Sailesh. Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert. Sailesh var með skemmtun í skólanum á miðvikudag. Skólayfirvöld höfðu mælst til að börn undir 18 ára aldri yrðu ekki dáleidd, en það gekk ekki eftir. Erfiðlega gekk að ná stúlkunni úr dái, en það virtist þó takast og Sailesh hvarf á braut. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Lífsmörkin voru raunar eins og hún væri í spretthlaupi. Hringja þurfti í dávaldinn og honum tókst, eftir þrjár tilraunir, að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér strax. „Þetta getur komið fyrir þótt það gerist ekki oft," segir Sailesh. Hann segir skýringuna þá að sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. „Það var aldrei nein hætta á ferðum og ef hún hefði fengið að sofna hefði þetta lagast af sjálfu sér. Stressið í kringum hana olli háum blóðþrýstingi." Skólastjórnendur í FG sendu aðvörunarbréf til annarra framhaldsskóla og sögðu frá atvikinu. Kristinn Þorsteinsson aðstoðarskólameistari segir atvikið umhugsunarvert. „Ef hann kæmi til mín á morgun og spyrði hvort hann mætti koma myndi ég segja nei." Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir að dáleiðsla eigi að vera hættulaus öllum. Hann hafi heyrt um svona tilvik, þó ekki jafnsvæsin. „Í einhverjum tilvikum vakna menn ekki almennilega úr dá-svefni, en þá sofa þeir þetta oftast nær úr sér." Þórarinn segir sálfræðinga nota dáleiðslu nokkuð hér á landi, sem og geðlækna og einstaka lækna. Hjá fagmönnum eigi engin hætta að vera á ferðum.- kóp Sailesh Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert. Sailesh var með skemmtun í skólanum á miðvikudag. Skólayfirvöld höfðu mælst til að börn undir 18 ára aldri yrðu ekki dáleidd, en það gekk ekki eftir. Erfiðlega gekk að ná stúlkunni úr dái, en það virtist þó takast og Sailesh hvarf á braut. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Lífsmörkin voru raunar eins og hún væri í spretthlaupi. Hringja þurfti í dávaldinn og honum tókst, eftir þrjár tilraunir, að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér strax. „Þetta getur komið fyrir þótt það gerist ekki oft," segir Sailesh. Hann segir skýringuna þá að sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. „Það var aldrei nein hætta á ferðum og ef hún hefði fengið að sofna hefði þetta lagast af sjálfu sér. Stressið í kringum hana olli háum blóðþrýstingi." Skólastjórnendur í FG sendu aðvörunarbréf til annarra framhaldsskóla og sögðu frá atvikinu. Kristinn Þorsteinsson aðstoðarskólameistari segir atvikið umhugsunarvert. „Ef hann kæmi til mín á morgun og spyrði hvort hann mætti koma myndi ég segja nei." Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir að dáleiðsla eigi að vera hættulaus öllum. Hann hafi heyrt um svona tilvik, þó ekki jafnsvæsin. „Í einhverjum tilvikum vakna menn ekki almennilega úr dá-svefni, en þá sofa þeir þetta oftast nær úr sér." Þórarinn segir sálfræðinga nota dáleiðslu nokkuð hér á landi, sem og geðlækna og einstaka lækna. Hjá fagmönnum eigi engin hætta að vera á ferðum.- kóp
Sailesh Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira