Vogunarsjóðir og bankar undirbúa árás á evruna 26. febrúar 2010 11:50 Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.Það er blaðið Wall Street Journal (WSJ) sem upplýsir um málið í dag. Þar segir að nú sé farið að tala um meir og minna skipulagða árás á evruna frá þessum vogunarsjóðum og bönkum. Markmiðið er að koma evrunni niður í einn á móti dollara fyrir áramót en gengið stendur í 1,36 í dag.Samkvæmt WSJ var haldinn „hugmynda-fundur" í fjárfestingabanka á Manhattan þann 8. febrúar s.l. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru toppmenn frá SAC Capital og Soros Fund Management. Þar var rætt um takmarkið að koma gengi evrunna gangvart dollaranum í einn á móti einum.Fram kemur í WSJ að fari svo að þessir sjóðir og bankar fari að taka stórar skortstöður gegn evrunni sé nánast sjálfgefið að hún muni veikjast töluvert frá því sem nú er. Raunar virðist ballið þegar byrjað því dagana eftir 8. febrúar kom bylgja af sölutilboðum á evrunni á alþjóðamarkaði sem olli veikingu gjaldmiðilsins.Þá upplýsir WSJ að bankar á borð við Goldman Sachs, Merill Lynch og Barclays séu farnir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérlega árásargjörn tilboð um veðmál gegn evrunni. Fyrir 70.000 dollara geturðu veðjað á að gengi evrunnar fari í einn á móti dollara fyrir áramót. Gerist það vinnur viðkomandi milljón dollara. Líklurnar eru sum sé 14-1. Í nóvember á síðasta ári voru líkurnar 33-1. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.Það er blaðið Wall Street Journal (WSJ) sem upplýsir um málið í dag. Þar segir að nú sé farið að tala um meir og minna skipulagða árás á evruna frá þessum vogunarsjóðum og bönkum. Markmiðið er að koma evrunni niður í einn á móti dollara fyrir áramót en gengið stendur í 1,36 í dag.Samkvæmt WSJ var haldinn „hugmynda-fundur" í fjárfestingabanka á Manhattan þann 8. febrúar s.l. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru toppmenn frá SAC Capital og Soros Fund Management. Þar var rætt um takmarkið að koma gengi evrunna gangvart dollaranum í einn á móti einum.Fram kemur í WSJ að fari svo að þessir sjóðir og bankar fari að taka stórar skortstöður gegn evrunni sé nánast sjálfgefið að hún muni veikjast töluvert frá því sem nú er. Raunar virðist ballið þegar byrjað því dagana eftir 8. febrúar kom bylgja af sölutilboðum á evrunni á alþjóðamarkaði sem olli veikingu gjaldmiðilsins.Þá upplýsir WSJ að bankar á borð við Goldman Sachs, Merill Lynch og Barclays séu farnir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérlega árásargjörn tilboð um veðmál gegn evrunni. Fyrir 70.000 dollara geturðu veðjað á að gengi evrunnar fari í einn á móti dollara fyrir áramót. Gerist það vinnur viðkomandi milljón dollara. Líklurnar eru sum sé 14-1. Í nóvember á síðasta ári voru líkurnar 33-1.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira