Vinstri græn og Evrópusambandið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. ágúst 2010 06:00 Þegar Davíð Oddsson talar um fræðimenn og stjórnmálaskýrendur sem sérhæft hafa sig í regluverki Evrópusambandsins kallar hann þá alltaf „sérfræðinga Samfylkingarinnar". Þar með gefur hann sínu fólki skilaboð um að taka aldrei mark á orði sem þessir fræðimenn kunna að hafa til málanna að leggja. Aldrei. Gildir þá einu hvað það er eða hversu mikið vit þeir hafa á málaflokknum: Aldrei. Þeir eru á vegum „andstæðingsins". Samfylkingarinnar. Gott ef ekki hreinlega Baugs. Gamalkunnur dilkadrátturVið þetta búum við. Eilífan drátt gamalla fjallkónga inn í gamla dilka. Óskandi væri samt að okkur tækist að ræða þetta mál án þess að þátttakendur þurfi að vísa í sífellu fram flokksskírteinum. Óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni: þjóðarhag, lífskjör, stað Íslands í heiminum, krónuna, umhverfismál, stöðugleika, atvinnumál, eðli fullveldisins, vöruútflutning, tollamál, verð á matvöru… Nokkrir sjálfstæðir Sjálfstæðismenn með Benedikt Jóhannesson í fararbroddi hafa að vísu þverskallast við að hlýða hinum gamla fjallkóngi og lýst yfir stuðningi við að minnsta kosti aðildarviðræður, eins og raunar meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins aðhylltist til skamms tíma. Þögnin um þetta mál hefur hins vegar verið meiri í öðrum flokkum. Samfylkingarmenn þora naumast að opna munninn um málið af ótta við að það takist að gera þetta að sérmáli þess flokks, og úr ranni Vinstri Grænna heyrist lítið annað en Lebensraum-raus Ögmundar Jónassonar. VG er í erfiðri stöðu. Ekki hefur verið mikið um það fjallað en fram að allra síðustu könnunum hefur meirihluti kjósenda flokksins stutt aðildarviðræður og jafnvel aðild - án þess þó að sá hluti kjósenda flokksins hafi átt sér málsvara í flokknum opinberlega. Nú - þegar þjóðin virðist kenna ESB um efnahagshrunið - er eindreginn stuðningur kjósenda VG við aðild að ESB að vísu kominn niður í 20 prósent og önnur 15 prósent hálfvolg. Það er engu að síður allhátt hlutfall kjósenda. Þetta er vinstri sinnað fólk sem trúir ekki á tröllasögur Ögmundar um heimsvaldasinnað eðli ESB… Flokkurinn telur sig væntanlega eiga samleið með þessu fólki um leið og hann vill ekki styggja þann (núverandi) meirihluta kjósenda flokksins sem andvígir eru ESB. Söguleg arfleifð flokksins flækir málin. VG hefur vissulega tekið við þjóðfrelsiskyndlunum frá Alþýðubandalaginu sáluga og Sósíalistaflokknum þar á undan; og gott ef ekki Landvörn og Skúla Thoroddsen þar þar á undan. Í íslenskri vinstri stefnu hefur löngum verið óleyst togstreita milli ítrustu kröfu um bókstafssjálfstæði sem vill enda í ógöngum Bjarts í Sumarhúsum (sem drap kúna frekar en að gefa eftir) og svo aftur pragmatisma af þeirri sort sem endar í ógöngum lúðviskunnar með skuttogara í hverjum firði. Við skulum ekki hafa háttOg samt… Kringum þrjátíu prósent kjósenda VG vilja inngöngu - og voru enn fleiri áður en Icesave-málið kom upp. Innan flokksins eru öfl sem telja að hag lands og þjóðar verði best borgið innan Evrópusambandsins og telja að það samræmist prýðilega vinstri stefnu af því tagi sem leggur áherslu á alþjóðahyggju og bætt kjör launafólks. Ekki þarf að hafa mörg orð um umhverfismálin: þar er Evrópusambandið töluvert lengra komið en Íslendingar. En ekki verður sagt að stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar innan VG hafi hátt. Stundum virðist manni eins og það fólk innan VG sem styður aðildina ætli að láta sér það lynda að þetta sé mál Samfylkingarinnar. Á sínum tíma, þegar stjórnin var mynduð, reyndi VG að fá Samfylkinguna til að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og vissulega hefði Samfó betur hlustað á þær tillögur, því að þá hefði viðræðunefndin í Brussel eindregnara umboð en nú virðist. En úr því sem komið er þurfa stuðningsmenn aðildar úr VG að stíga fram og taka til máls óttalaust. Takist að gera Evrópusambandsaðild að sérmáli Samfylkingarinnar þá er útséð um afdrif málsins. Stundum er eins og það gleymist að á valdaárum gamla fjallkóngsins, Davíðs Oddssonar var einmitt gerð tilraun með þá ábyrgðarlausu hálfaðild að ESB sem hann og ýmsir fleiri telja að enn muni gefast Íslendingum vel. Sú tilraun endaði með allsherjarhruni og um hana má fræðast í rannsóknarskýrslu alþingis. Brýnast af öllu er að hlusta ekki á gömlu fjallkóngana heldur hugsa allt upp á nýtt og gera alla hluti öðruvísi en á þann hátt sem leiddi yfir okkur hrunið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar Davíð Oddsson talar um fræðimenn og stjórnmálaskýrendur sem sérhæft hafa sig í regluverki Evrópusambandsins kallar hann þá alltaf „sérfræðinga Samfylkingarinnar". Þar með gefur hann sínu fólki skilaboð um að taka aldrei mark á orði sem þessir fræðimenn kunna að hafa til málanna að leggja. Aldrei. Gildir þá einu hvað það er eða hversu mikið vit þeir hafa á málaflokknum: Aldrei. Þeir eru á vegum „andstæðingsins". Samfylkingarinnar. Gott ef ekki hreinlega Baugs. Gamalkunnur dilkadrátturVið þetta búum við. Eilífan drátt gamalla fjallkónga inn í gamla dilka. Óskandi væri samt að okkur tækist að ræða þetta mál án þess að þátttakendur þurfi að vísa í sífellu fram flokksskírteinum. Óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni: þjóðarhag, lífskjör, stað Íslands í heiminum, krónuna, umhverfismál, stöðugleika, atvinnumál, eðli fullveldisins, vöruútflutning, tollamál, verð á matvöru… Nokkrir sjálfstæðir Sjálfstæðismenn með Benedikt Jóhannesson í fararbroddi hafa að vísu þverskallast við að hlýða hinum gamla fjallkóngi og lýst yfir stuðningi við að minnsta kosti aðildarviðræður, eins og raunar meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins aðhylltist til skamms tíma. Þögnin um þetta mál hefur hins vegar verið meiri í öðrum flokkum. Samfylkingarmenn þora naumast að opna munninn um málið af ótta við að það takist að gera þetta að sérmáli þess flokks, og úr ranni Vinstri Grænna heyrist lítið annað en Lebensraum-raus Ögmundar Jónassonar. VG er í erfiðri stöðu. Ekki hefur verið mikið um það fjallað en fram að allra síðustu könnunum hefur meirihluti kjósenda flokksins stutt aðildarviðræður og jafnvel aðild - án þess þó að sá hluti kjósenda flokksins hafi átt sér málsvara í flokknum opinberlega. Nú - þegar þjóðin virðist kenna ESB um efnahagshrunið - er eindreginn stuðningur kjósenda VG við aðild að ESB að vísu kominn niður í 20 prósent og önnur 15 prósent hálfvolg. Það er engu að síður allhátt hlutfall kjósenda. Þetta er vinstri sinnað fólk sem trúir ekki á tröllasögur Ögmundar um heimsvaldasinnað eðli ESB… Flokkurinn telur sig væntanlega eiga samleið með þessu fólki um leið og hann vill ekki styggja þann (núverandi) meirihluta kjósenda flokksins sem andvígir eru ESB. Söguleg arfleifð flokksins flækir málin. VG hefur vissulega tekið við þjóðfrelsiskyndlunum frá Alþýðubandalaginu sáluga og Sósíalistaflokknum þar á undan; og gott ef ekki Landvörn og Skúla Thoroddsen þar þar á undan. Í íslenskri vinstri stefnu hefur löngum verið óleyst togstreita milli ítrustu kröfu um bókstafssjálfstæði sem vill enda í ógöngum Bjarts í Sumarhúsum (sem drap kúna frekar en að gefa eftir) og svo aftur pragmatisma af þeirri sort sem endar í ógöngum lúðviskunnar með skuttogara í hverjum firði. Við skulum ekki hafa háttOg samt… Kringum þrjátíu prósent kjósenda VG vilja inngöngu - og voru enn fleiri áður en Icesave-málið kom upp. Innan flokksins eru öfl sem telja að hag lands og þjóðar verði best borgið innan Evrópusambandsins og telja að það samræmist prýðilega vinstri stefnu af því tagi sem leggur áherslu á alþjóðahyggju og bætt kjör launafólks. Ekki þarf að hafa mörg orð um umhverfismálin: þar er Evrópusambandið töluvert lengra komið en Íslendingar. En ekki verður sagt að stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar innan VG hafi hátt. Stundum virðist manni eins og það fólk innan VG sem styður aðildina ætli að láta sér það lynda að þetta sé mál Samfylkingarinnar. Á sínum tíma, þegar stjórnin var mynduð, reyndi VG að fá Samfylkinguna til að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og vissulega hefði Samfó betur hlustað á þær tillögur, því að þá hefði viðræðunefndin í Brussel eindregnara umboð en nú virðist. En úr því sem komið er þurfa stuðningsmenn aðildar úr VG að stíga fram og taka til máls óttalaust. Takist að gera Evrópusambandsaðild að sérmáli Samfylkingarinnar þá er útséð um afdrif málsins. Stundum er eins og það gleymist að á valdaárum gamla fjallkóngsins, Davíðs Oddssonar var einmitt gerð tilraun með þá ábyrgðarlausu hálfaðild að ESB sem hann og ýmsir fleiri telja að enn muni gefast Íslendingum vel. Sú tilraun endaði með allsherjarhruni og um hana má fræðast í rannsóknarskýrslu alþingis. Brýnast af öllu er að hlusta ekki á gömlu fjallkóngana heldur hugsa allt upp á nýtt og gera alla hluti öðruvísi en á þann hátt sem leiddi yfir okkur hrunið.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun