Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt Guðbjartur Hannesson skrifar 16. október 2010 06:00 Frá árinu 1987 hefur 17. október verið helgaður baráttu gegn fátækt á veraldarvísu. Dagurinn er þörf áminning og til þess fallinn að auka vitund fólks um orsakir og afleiðingar fátæktar. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er engin undantekning. Birtingarmyndir fátæktar eru margvíslegar og afleiðingarnar víðtækar. Augljósust er sú örbirgð sem blasir við, sérstaklega í mörgum ríkjum Afríku, þar sem fjöldi barna og fullorðinna þjáist af matarskorti og vannæringu, á sér ekki húsaskjól, hefur ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og nýtur ekki þeirra lágmarksgæða sem á Vesturlöndum eru talin til mannréttinda. Önnur andlit fátæktar felast í margvíslegri efnahagslegri mismunun sem meinar fólki aðgang að mikilvægri þjónustu, menntun, menningu og tómstundalífi og útilokar það á ýmsan hátt frá þátttöku í samfélaginu. Evrópusambandið helgaði árið 2010 baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun og taka öll ríki sambandsins þátt, auk Íslands og Noregs. Fátækt er vandamál um alla Evrópu en talið er að um 80 milljónir Evrópubúa, eða 17 prósent, lifi undir lágtekjumörkum. Tíundi hver býr á heimili þar sem enginn hefur atvinnu, um 8 prósent hafa atvinnu en ná ekki endum saman og búa við fátæktarmörk. Talið er að 19 prósent barna í Evrópu búi við fátækt. Ýmsum aðferðum er beitt til að skilgreina fátækt. Algengt er að miða við afstæð fátæktarmörk. Evrópusambandið beitir þessari skilgreiningu og miðast lágtekjumörk við tekjur sem eru lægri en 60 prósent af miðgildi ráðstöfunartekna viðmiðunarhópsins. Einnig er tekið tillit til fjölskyldustærðar. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru árið 2009 um 10 prósent Íslendinga undir lágtekjumörkum. Í evrópskum samanburði er staða Norðurlandaþjóðanna áberandi betri en flestra annarra þjóða, sem rakið er til öflugrar atvinnustefnu, stuðnings velferðarkerfisins við vinnandi foreldra og tekjutilfærslna almannatryggingakerfisins og skattkerfisins. Hvað sem öllum samanburði líður getum við ekki sem þjóð sætt okkur við að 10 prósent landsmanna búi við afkomu undir lágtekjumörkum. Efnahagsástandið í heiminum er slæmt og margar þjóðir eiga í miklum þrengingum. Hér á landi varð efnahagshrun sem mun auka fátækt ef ekkert er að gert, með alvarlegum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þekktir fylgifiskar fátæktar eru félagsleg einangrun, þunglyndi, atvinnuleysi, missir heimilis, hnignun menntunar, aukin vímuefnanotkun og fjölgun glæpa. Fátækt er ekki náttúrulögmál sem enginn fær breytt. Vissulega getur fátækt átt sér ákveðnar náttúrulegar og landfræðilegar skýringar sem tengjast veðurfari, auðlindum, gróðurfari og náttúruhamförum. Meginorsakirnar eru þó jafnan misskipting auðs, misskipting valds og misnotkun valds milli þjóða og landsvæða og innbyrðis í samfélögum þar sem gjá er milli ríkra og fátækra og margvíslegur ójöfnuður og mismunun fær að líðast. Ísland er í flestum skilningi auðugt land. Við megum því ekki láta fátækt viðgangast í samfélaginu og verðum að berjast gegn henni með oddi og egg. Við höfum öll tæki til þess en þurfum að beita þeim rétt þannig að landið standi undir nafni sem velferðarríki. Baráttan gegn fátækt er ekki verkefni stjórnvalda einna. Við eigum að skilgreina fátækt sem mannréttindabrot. Við eigum að viðurkenna vandann og fást við hann á breiðum vettvangi þar sem ríki og sveitarfélög, atvinnurekendur og stéttarfélög, hagsmunasamtök, félagasamtök og almenningur taka höndum saman með það að markmiði að útrýma fátækt úr samfélaginu. Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt er 17. október. Við skulum öll minnast þess og nota daginn til að hugleiða hvað við getum lagt af mörkum í baráttunni. Til áminningar um þetta verður öllum kirkjuklukkum landsins hringt lengur en venja er til. Við skulum hlýða á hljóm þeirra sem fyrirheit um árangursríka baráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur 17. október verið helgaður baráttu gegn fátækt á veraldarvísu. Dagurinn er þörf áminning og til þess fallinn að auka vitund fólks um orsakir og afleiðingar fátæktar. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er engin undantekning. Birtingarmyndir fátæktar eru margvíslegar og afleiðingarnar víðtækar. Augljósust er sú örbirgð sem blasir við, sérstaklega í mörgum ríkjum Afríku, þar sem fjöldi barna og fullorðinna þjáist af matarskorti og vannæringu, á sér ekki húsaskjól, hefur ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og nýtur ekki þeirra lágmarksgæða sem á Vesturlöndum eru talin til mannréttinda. Önnur andlit fátæktar felast í margvíslegri efnahagslegri mismunun sem meinar fólki aðgang að mikilvægri þjónustu, menntun, menningu og tómstundalífi og útilokar það á ýmsan hátt frá þátttöku í samfélaginu. Evrópusambandið helgaði árið 2010 baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun og taka öll ríki sambandsins þátt, auk Íslands og Noregs. Fátækt er vandamál um alla Evrópu en talið er að um 80 milljónir Evrópubúa, eða 17 prósent, lifi undir lágtekjumörkum. Tíundi hver býr á heimili þar sem enginn hefur atvinnu, um 8 prósent hafa atvinnu en ná ekki endum saman og búa við fátæktarmörk. Talið er að 19 prósent barna í Evrópu búi við fátækt. Ýmsum aðferðum er beitt til að skilgreina fátækt. Algengt er að miða við afstæð fátæktarmörk. Evrópusambandið beitir þessari skilgreiningu og miðast lágtekjumörk við tekjur sem eru lægri en 60 prósent af miðgildi ráðstöfunartekna viðmiðunarhópsins. Einnig er tekið tillit til fjölskyldustærðar. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru árið 2009 um 10 prósent Íslendinga undir lágtekjumörkum. Í evrópskum samanburði er staða Norðurlandaþjóðanna áberandi betri en flestra annarra þjóða, sem rakið er til öflugrar atvinnustefnu, stuðnings velferðarkerfisins við vinnandi foreldra og tekjutilfærslna almannatryggingakerfisins og skattkerfisins. Hvað sem öllum samanburði líður getum við ekki sem þjóð sætt okkur við að 10 prósent landsmanna búi við afkomu undir lágtekjumörkum. Efnahagsástandið í heiminum er slæmt og margar þjóðir eiga í miklum þrengingum. Hér á landi varð efnahagshrun sem mun auka fátækt ef ekkert er að gert, með alvarlegum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þekktir fylgifiskar fátæktar eru félagsleg einangrun, þunglyndi, atvinnuleysi, missir heimilis, hnignun menntunar, aukin vímuefnanotkun og fjölgun glæpa. Fátækt er ekki náttúrulögmál sem enginn fær breytt. Vissulega getur fátækt átt sér ákveðnar náttúrulegar og landfræðilegar skýringar sem tengjast veðurfari, auðlindum, gróðurfari og náttúruhamförum. Meginorsakirnar eru þó jafnan misskipting auðs, misskipting valds og misnotkun valds milli þjóða og landsvæða og innbyrðis í samfélögum þar sem gjá er milli ríkra og fátækra og margvíslegur ójöfnuður og mismunun fær að líðast. Ísland er í flestum skilningi auðugt land. Við megum því ekki láta fátækt viðgangast í samfélaginu og verðum að berjast gegn henni með oddi og egg. Við höfum öll tæki til þess en þurfum að beita þeim rétt þannig að landið standi undir nafni sem velferðarríki. Baráttan gegn fátækt er ekki verkefni stjórnvalda einna. Við eigum að skilgreina fátækt sem mannréttindabrot. Við eigum að viðurkenna vandann og fást við hann á breiðum vettvangi þar sem ríki og sveitarfélög, atvinnurekendur og stéttarfélög, hagsmunasamtök, félagasamtök og almenningur taka höndum saman með það að markmiði að útrýma fátækt úr samfélaginu. Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt er 17. október. Við skulum öll minnast þess og nota daginn til að hugleiða hvað við getum lagt af mörkum í baráttunni. Til áminningar um þetta verður öllum kirkjuklukkum landsins hringt lengur en venja er til. Við skulum hlýða á hljóm þeirra sem fyrirheit um árangursríka baráttu.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun