Fótbolti

AC Milan borgar nú hærri laun en Internazionale

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic sýnir AC Milan treyjuna sína.
Zlatan Ibrahimovic sýnir AC Milan treyjuna sína. Mynd/AFP
AC Milan er komið upp í efsta sætið yfir þau félög í ítölsku deildinni sem borga hæstu launin. AC Milan fór upp fyrir nágranna sína í Internazionale samkvæmt nýrri úttekt hjá ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport.

Koma Brasilóumannsins Robinho og Svíans Zlatan Ibrahimovic til AC Milan og brottför þjálfarans Jose Mourinho frá Internazionale á mestan þátt í því að Milan-liðin skiptu um sæti á listanum.

AC Milan borgar nú 130 milljón evra í laun á ári sem gera 19,7 milljarðar íslenskra króna og er 10 milljón evra hærri upphæð en

Internazionale brogar sínu starfsfólki. Juventus er síðan í 3. sæti á listanum þar sem liðið borgar 100 milljón evra í laun á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×