44 verslanir opnar allan sólarhringinn 15. júní 2010 06:00 Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni. Á síðustu tólf mánuðum hafa fimm matvöruverslanir og þrjár bensínstöðvar tekið tekið upp á því að hafa opið allan sólarhringinn. Að auki verða tvær bensínstöðvar opnar allan sólarhringinn tímabundið í sumar. Verslanir 10-11 eru mest áberandi í hópi sólarhringsverslana en alls eru reknar 22 verslanir undir nafni 10-11 sem eru opnar allan sólarhringinn. Íbúar í póstnúmeri 108 eru sérstaklega vel í sveit settir en í póstnúmerinu eru sex þessara verslana. Það gerir eina verslun á hverja 2.013 íbúa. Á landsbyggðinni eru sex matvöruverslanir opnar allan sólarhringinn auk tveggja bensínstöðva sem eru þó eingöngu með sólarhringsopnun í sumar. Þrjár verslananna eru á Akureyri, tvær í Leifsstöð og ein í Keflavík. Að auki eru bensínstöðvar á Selfossi og í Staðarskála opnar allan sólarhringinn í allt sumar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir ljóst að verið sé að auka útgjöld neytenda. „Það er ljóst að þarna er verið að auka útgjöld þegar meiri þörf er á því að draga úr þeim og lækka vöruverð þannig að við höfum efasemdir um þennan langa opnunartíma og óttumst að þetta leiði til hækkunar á vöruverði," segir Jóhannes. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ekki á sama máli. „Við lítum þannig á að það sé hverju fyrirtæki í sjálfsvald sett að ákveða þetta. Það eru engar reglur til um opnunartíma þannig að ef fyrirtæki sjá sér hag í því, telja að það sé markaður fyrir þennan langa opnunartíma, þá er það bara hið besta mál og veitir neytendum frábæra þjónustu." Verslanir Select riðu á vaðið með að hafa opið allan sólarhringinn, árið 1997 við Suðurfell og Vesturlandsveg. Af matvöruverslunum var Samkaup við Borgarbraut á Akureyri fyrst til að hafa opið allan sólarhringinn, frá því í júlí 2005. magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni. Á síðustu tólf mánuðum hafa fimm matvöruverslanir og þrjár bensínstöðvar tekið tekið upp á því að hafa opið allan sólarhringinn. Að auki verða tvær bensínstöðvar opnar allan sólarhringinn tímabundið í sumar. Verslanir 10-11 eru mest áberandi í hópi sólarhringsverslana en alls eru reknar 22 verslanir undir nafni 10-11 sem eru opnar allan sólarhringinn. Íbúar í póstnúmeri 108 eru sérstaklega vel í sveit settir en í póstnúmerinu eru sex þessara verslana. Það gerir eina verslun á hverja 2.013 íbúa. Á landsbyggðinni eru sex matvöruverslanir opnar allan sólarhringinn auk tveggja bensínstöðva sem eru þó eingöngu með sólarhringsopnun í sumar. Þrjár verslananna eru á Akureyri, tvær í Leifsstöð og ein í Keflavík. Að auki eru bensínstöðvar á Selfossi og í Staðarskála opnar allan sólarhringinn í allt sumar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir ljóst að verið sé að auka útgjöld neytenda. „Það er ljóst að þarna er verið að auka útgjöld þegar meiri þörf er á því að draga úr þeim og lækka vöruverð þannig að við höfum efasemdir um þennan langa opnunartíma og óttumst að þetta leiði til hækkunar á vöruverði," segir Jóhannes. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er ekki á sama máli. „Við lítum þannig á að það sé hverju fyrirtæki í sjálfsvald sett að ákveða þetta. Það eru engar reglur til um opnunartíma þannig að ef fyrirtæki sjá sér hag í því, telja að það sé markaður fyrir þennan langa opnunartíma, þá er það bara hið besta mál og veitir neytendum frábæra þjónustu." Verslanir Select riðu á vaðið með að hafa opið allan sólarhringinn, árið 1997 við Suðurfell og Vesturlandsveg. Af matvöruverslunum var Samkaup við Borgarbraut á Akureyri fyrst til að hafa opið allan sólarhringinn, frá því í júlí 2005. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira