Ísland og ESB munu helst deila um fisk 7. október 2010 05:30 Úr þjóðmenningarhúsi Í gegnum sameiginlegu þingnefndina eiga þingmenn Íslands og Evrópuþingsins að geta rætt beint við stofnanir ESB og við ríkisstjórn Íslands um hvaðeina sem viðkemur aðildarferli Íslands.fréttablaðið/GVA Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Fulltrúar Íslands og ESB telja að einna erfiðast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildarviðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþingmaður minnti á ályktun Evrópuþingsins þar sem segir að Íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að sjávarútvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveiðar til umhverfismála, eins og fulltrúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýtingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknarferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sérlausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Fulltrúar Íslands og ESB telja að einna erfiðast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildarviðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþingmaður minnti á ályktun Evrópuþingsins þar sem segir að Íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að sjávarútvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveiðar til umhverfismála, eins og fulltrúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýtingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknarferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sérlausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent