Það eru til lausnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 31. desember 2010 06:00 Þetta verður ekki hefðbundin áramótagrein um þau miklu tækifæri sem bíða þjóðarinnar á nýju ári. Um það hef ég fjallað við hvert tækifæri stóran hluta ársins 2010. Það er enda fullt tilefni til því framtíðarmöguleikar Íslands eru meiri en flestra ríkja heims. Þær ábendingar og staðreyndirnar sem liggja þar að baki hafa hins vegar vakið litla athygli í fjölmiðlum og átt almennt erfitt uppdráttar í umræðunni. Ástæðan er sú að umræða um þjóðfélagsmál á Íslandi er föst í ,,niðurrifsspíral". Afleiðingin er sú að samfélagið hefur ekki nýtt þau uppbyggingartækifæri sem hafa verið til staðar. Ástandið er þegar orðið mjög skaðlegt og það er alveg sérstaklega varhugavert til lengri tíma litið. Við þessu verðum við að bregðast á nýju ári. Á árinu 2011 kemur í ljós hvort við festumst í niðurrifsspíralnum eða snúum dæminu við og hefjum uppbygginguna. Hvað þarf til?Til að átta sig á því er gagnlegt að líta aðeins til baka og læra af reynslunni. Það þarf ekki að fara langt aftur til að sjá hversu miklu máli það skiptir fyrir farsæld samfélagsins að ræða kosti og galla pólitískra lausna fremur en að festast í ímyndar og frasastjórnmálum. Ég þori að fullyrða að nánast allar þær lausnir sem við í Framsókn höfum barist fyrir frá efnahagshruninu hafi sannað gildi sitt. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að hefði t.d. tillögum okkar frá því í febrúar 2009 verið fylgt væri staða íslenskra heimila, fyrirtækja og ríkisins allt önnur og betri en hún er nú. Ísland væri komið aftur á fullan skrið. Nokkur dæmi: 1. Það er ljóst að tækifæri var til að endurskipuleggja skuldir heimila og fyrirtækja á meðan þær skuldir voru afar lágt metnar, þar var um hundruði milljarða að ræða. 2. Það var hægt að forða því 108 milljarða tjóni sem ráðherrar töldu hafa lent á ríkinu vegna gengislánadómanna og stofna nýja banka með traust eignasöfn sem væru orðnir öflugir bakhjarlar atvinnuuppbyggingar. 3. Það þurfti ekki að bæta á þjóðina mörg hundruð milljarða Icesave-kröfum. 4. Það var hægt að breyta jöklabréfafarginu í efnahagslegt eldsneyti og koma af stað fjölmörgum atvinnuverkefnum og svo mætti lengi telja eins og ég hef gert í greinum fyrr á árinu. Þetta sjáum við allt núna en það mátti líka sjá þetta á sínum tíma hefðu menn verið tilbúnir til að ræða rök. Hugmyndir fengust hins vegar ekki ræddar vegna þess að pólitík hefur ekki fengið að snúast um það sem hún á að gera; samanburð ólíkra lausna. Hvað er að?Í því óstöðuga ástandi sem ríkir á Íslandi, þar sem gremjan og tortryggnin ráða för, nær pólitísk rökræða ekki í gegn. Í staðin snýst umræðan öll um ímynd og þá stimpla sem settir eru á stjórnmálamenn og flokka. Stjórnmálunum er ætlað að leysa vandann en forsenda þess að þau geti það er að fólk geri upp á milli ólíkra flokka á grundvelli þeirra lausna sem þeir tala fyrir. Ef hins vegar allir eru settir undir sama hatt og stjórnmálamenn og flokkar metnir eftir fyrirframgefinni ímynd hættir lýðræðið að virka. Mikilvægi fjölmiðlaVið þessar aðstæður veltur mikið á fjölmiðlum. Þeir ráða umræðunni og umræðan ræður því hvort ofan á verður pólitísk rökræða eða sleggjudómar. Vandinn er hins vegar sá að tilhneiging fjölmiðla er gjarnan sú að magna upp tíðarandann hverju sinni í stað þess að veita honum aðhald. Þeir viðmælendur sem fella hörðustu dómana og tala mest inn í ástandið ráða umræðunni. Um leið gætir stundum (hér má alls ekki alhæfa) tilhneigingar til þess að umfjöllun snúist um að skapa atburðarás fremur en að segja frá henni. Það er allt til taksÞað er allt til taks til hefja öfluga uppbyggingu íslensks efnahagslífs og samfélags. Forsendan er sú að við veljum bestu leiðirnar. Til þess að svo megi verða þarf samvinnu. Stjórnmálamenn þurfa að leggja fram lausnir, milliliður stjórnmálanna og almennings, fjölmiðlarnir, að miðla þeim hugmyndum áfram á hlutlægan hátt og fólk að gefa sér tíma til að kynna sér hvað stjórnmálaflokkar og -menn standa raunverulega fyrir og gera upp á milli þeirra á grundvelli þess. Þannig vinna allir saman og þannig verða vonandi bestu lausnirnar fyrir valinu. Réttu lausnir eru til og það er ekkert því til fyrirstöðu að nýta þær á árinu 2011 þannig að það verði ár viðsnúnings og framfara. Ég óska landsmönnum gleðilegs og gæfuríks árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þetta verður ekki hefðbundin áramótagrein um þau miklu tækifæri sem bíða þjóðarinnar á nýju ári. Um það hef ég fjallað við hvert tækifæri stóran hluta ársins 2010. Það er enda fullt tilefni til því framtíðarmöguleikar Íslands eru meiri en flestra ríkja heims. Þær ábendingar og staðreyndirnar sem liggja þar að baki hafa hins vegar vakið litla athygli í fjölmiðlum og átt almennt erfitt uppdráttar í umræðunni. Ástæðan er sú að umræða um þjóðfélagsmál á Íslandi er föst í ,,niðurrifsspíral". Afleiðingin er sú að samfélagið hefur ekki nýtt þau uppbyggingartækifæri sem hafa verið til staðar. Ástandið er þegar orðið mjög skaðlegt og það er alveg sérstaklega varhugavert til lengri tíma litið. Við þessu verðum við að bregðast á nýju ári. Á árinu 2011 kemur í ljós hvort við festumst í niðurrifsspíralnum eða snúum dæminu við og hefjum uppbygginguna. Hvað þarf til?Til að átta sig á því er gagnlegt að líta aðeins til baka og læra af reynslunni. Það þarf ekki að fara langt aftur til að sjá hversu miklu máli það skiptir fyrir farsæld samfélagsins að ræða kosti og galla pólitískra lausna fremur en að festast í ímyndar og frasastjórnmálum. Ég þori að fullyrða að nánast allar þær lausnir sem við í Framsókn höfum barist fyrir frá efnahagshruninu hafi sannað gildi sitt. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að hefði t.d. tillögum okkar frá því í febrúar 2009 verið fylgt væri staða íslenskra heimila, fyrirtækja og ríkisins allt önnur og betri en hún er nú. Ísland væri komið aftur á fullan skrið. Nokkur dæmi: 1. Það er ljóst að tækifæri var til að endurskipuleggja skuldir heimila og fyrirtækja á meðan þær skuldir voru afar lágt metnar, þar var um hundruði milljarða að ræða. 2. Það var hægt að forða því 108 milljarða tjóni sem ráðherrar töldu hafa lent á ríkinu vegna gengislánadómanna og stofna nýja banka með traust eignasöfn sem væru orðnir öflugir bakhjarlar atvinnuuppbyggingar. 3. Það þurfti ekki að bæta á þjóðina mörg hundruð milljarða Icesave-kröfum. 4. Það var hægt að breyta jöklabréfafarginu í efnahagslegt eldsneyti og koma af stað fjölmörgum atvinnuverkefnum og svo mætti lengi telja eins og ég hef gert í greinum fyrr á árinu. Þetta sjáum við allt núna en það mátti líka sjá þetta á sínum tíma hefðu menn verið tilbúnir til að ræða rök. Hugmyndir fengust hins vegar ekki ræddar vegna þess að pólitík hefur ekki fengið að snúast um það sem hún á að gera; samanburð ólíkra lausna. Hvað er að?Í því óstöðuga ástandi sem ríkir á Íslandi, þar sem gremjan og tortryggnin ráða för, nær pólitísk rökræða ekki í gegn. Í staðin snýst umræðan öll um ímynd og þá stimpla sem settir eru á stjórnmálamenn og flokka. Stjórnmálunum er ætlað að leysa vandann en forsenda þess að þau geti það er að fólk geri upp á milli ólíkra flokka á grundvelli þeirra lausna sem þeir tala fyrir. Ef hins vegar allir eru settir undir sama hatt og stjórnmálamenn og flokkar metnir eftir fyrirframgefinni ímynd hættir lýðræðið að virka. Mikilvægi fjölmiðlaVið þessar aðstæður veltur mikið á fjölmiðlum. Þeir ráða umræðunni og umræðan ræður því hvort ofan á verður pólitísk rökræða eða sleggjudómar. Vandinn er hins vegar sá að tilhneiging fjölmiðla er gjarnan sú að magna upp tíðarandann hverju sinni í stað þess að veita honum aðhald. Þeir viðmælendur sem fella hörðustu dómana og tala mest inn í ástandið ráða umræðunni. Um leið gætir stundum (hér má alls ekki alhæfa) tilhneigingar til þess að umfjöllun snúist um að skapa atburðarás fremur en að segja frá henni. Það er allt til taksÞað er allt til taks til hefja öfluga uppbyggingu íslensks efnahagslífs og samfélags. Forsendan er sú að við veljum bestu leiðirnar. Til þess að svo megi verða þarf samvinnu. Stjórnmálamenn þurfa að leggja fram lausnir, milliliður stjórnmálanna og almennings, fjölmiðlarnir, að miðla þeim hugmyndum áfram á hlutlægan hátt og fólk að gefa sér tíma til að kynna sér hvað stjórnmálaflokkar og -menn standa raunverulega fyrir og gera upp á milli þeirra á grundvelli þess. Þannig vinna allir saman og þannig verða vonandi bestu lausnirnar fyrir valinu. Réttu lausnir eru til og það er ekkert því til fyrirstöðu að nýta þær á árinu 2011 þannig að það verði ár viðsnúnings og framfara. Ég óska landsmönnum gleðilegs og gæfuríks árs.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun