Fulham tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA með dramatískum 2-1 sigri á HSV á Craven Cottage.
Fyrri leik liðanna lyktaði með markalausu jafntefli og það blés ekki byrlega fyrir Fulham er Mladen Petric skoraði fyrir HSV á 22. mínútu.
Leikmenn Fulham gáfust ekki upp og þeir áttu magnaða endurkomu á síðustu 20 mínútum leiksins.
Simon Davies jafnaði leikinn á 69. mínútu og Zoltan Gera skoraði síðan markið sem fleytti þeim í úrslit á 76. mínútu.