Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, segir helsta vandamálið við leik sinna manna gegn Snæfelli í dag var að þeir voru ekki nógu grimmir.
„Við vorum ekki nógu sterkir í fráköstunum. Það er sama vandamálið og í síðasta leik," sagði Guðjón.
„Það er eitthvað sem við verðum að laga. Við erum að leyfa þeim að frákasta allt of mikið. Við þurfum að finna grimmdina og ákefðina aftur."
„Við vorum bara ekki nógu miklir naglar. Við fengum 100 stig á okkur á heimavelli og það var ekki nógu gott."
Hann segir að sínir menn séu ekki að fá að spila eins og þeir hafa verið að gera. „Það þýðir þó ekkert að væla undan því. Við verðum bara að halda áfram og djöflast."
„Við þurfum að stýra hraðanum betur í leiknum. Við þurfum að fá fleiri hraðaupphlaup og til þess þurfum við að fá fleiri fráköst."
Körfubolti