Vill nota veiðikvóta til kolefnisjöfnunar 9. mars 2010 06:00 Mikið magn kolefnis er bundið í líkama stórhvela. Deyi dýrin og sökkvi í sæ eru líklegt að kolefnið verði bundið í hafinu árhundruðum saman. Séu hvalirnir dregnir á land losnar kolefnið hins vegar fljótt út í andrúmsloftið. Fréttablaðið/Vilhelm Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. Vísindamenn segja að í framtíðinni sé mögulegt að fyrirtæki sem vilji leggja áherslu á mótvægisaðgerðir gegn kolefnislosun kaupi veiðikvóta fyrir hvali eða önnur stór sjávardýr í þeim tilgangi að veiða ekki dýrin heldur leyfa þeim að deyja náttúrulegum dauðdaga. Ríflega 100 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum hafa farið út í andrúmsloftið vegna hvalveiða síðustu 100 árin, segir Dr. Andrew Pershing í samtali við BBC. Hann hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við Maine-háskóla í Bandaríkjunum rannsakað kolefnissöfnun í líkama stórra sjávardýra. Hvalveiðarnar hafa því haft svipuð umhverfisáhrif og bruni skógar á stærð við allt Ísland, eða akstur á 128.000 Hummer-jeppum í 100 ár. Pershing lagði þó áherslu á að þetta magn gróðurhúsalofttegunda væri mjög lítið samanborið við þá milljarða tonna sem mannkynið losi árlega. Séu hvalir og önnur stór sjávardýr veidd enda líkamsleifar þeirra á landi, og kolefnið sem bundið er í líkama þeirra kemst hratt út í andrúmsloftið. Það átti jafnvel enn frekar við fyrr á öldum þegar lýsi af hvölum var notað sem eldsneyti, segir Pershing. Fái þeir hins vegar náttúrulegan dauðdaga sökkvi þeir til botns. Sé dýpið nægilegt þar sem þeir sökkva geti liðið hundruð ára þar til kolefnið kemst út í andrúmsloftið. Þannig ætti að vera mögulegt að draga úr gróðurhúsaáhrifum framtíðarinnar með því einu að veiða ekki hvali, stóra hákarla, túnfisk og önnur stór sjávardýr, segir Pershing. Þannig mætti hugsa sér að fyrirtæki kolefnisjöfnuðu rekstur sinn með því að kaupa veiðikvóta en veiða ekki dýrin. „Hugmyndin er sú að mæla á vísindalegan hátt hversu mikið magn af kolefni er hægt að geyma í fiski- og hvalastofnum, og leyfa svo löndum að selja kvótann til kolefnisjöfnunar,“ segir Pershing í viðtali við BBC. „Þetta gæti bæði haft þau áhrif að draga úr kolefnislosun og að draga úr veiði á þessum tegundum.“ brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. Vísindamenn segja að í framtíðinni sé mögulegt að fyrirtæki sem vilji leggja áherslu á mótvægisaðgerðir gegn kolefnislosun kaupi veiðikvóta fyrir hvali eða önnur stór sjávardýr í þeim tilgangi að veiða ekki dýrin heldur leyfa þeim að deyja náttúrulegum dauðdaga. Ríflega 100 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum hafa farið út í andrúmsloftið vegna hvalveiða síðustu 100 árin, segir Dr. Andrew Pershing í samtali við BBC. Hann hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við Maine-háskóla í Bandaríkjunum rannsakað kolefnissöfnun í líkama stórra sjávardýra. Hvalveiðarnar hafa því haft svipuð umhverfisáhrif og bruni skógar á stærð við allt Ísland, eða akstur á 128.000 Hummer-jeppum í 100 ár. Pershing lagði þó áherslu á að þetta magn gróðurhúsalofttegunda væri mjög lítið samanborið við þá milljarða tonna sem mannkynið losi árlega. Séu hvalir og önnur stór sjávardýr veidd enda líkamsleifar þeirra á landi, og kolefnið sem bundið er í líkama þeirra kemst hratt út í andrúmsloftið. Það átti jafnvel enn frekar við fyrr á öldum þegar lýsi af hvölum var notað sem eldsneyti, segir Pershing. Fái þeir hins vegar náttúrulegan dauðdaga sökkvi þeir til botns. Sé dýpið nægilegt þar sem þeir sökkva geti liðið hundruð ára þar til kolefnið kemst út í andrúmsloftið. Þannig ætti að vera mögulegt að draga úr gróðurhúsaáhrifum framtíðarinnar með því einu að veiða ekki hvali, stóra hákarla, túnfisk og önnur stór sjávardýr, segir Pershing. Þannig mætti hugsa sér að fyrirtæki kolefnisjöfnuðu rekstur sinn með því að kaupa veiðikvóta en veiða ekki dýrin. „Hugmyndin er sú að mæla á vísindalegan hátt hversu mikið magn af kolefni er hægt að geyma í fiski- og hvalastofnum, og leyfa svo löndum að selja kvótann til kolefnisjöfnunar,“ segir Pershing í viðtali við BBC. „Þetta gæti bæði haft þau áhrif að draga úr kolefnislosun og að draga úr veiði á þessum tegundum.“ brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira