Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði eina af stærstu körfunum á lokamínútum oddaleiks KR og Snæfells í DHL-höllinni í gær þegar hann kom sínum mönnum í 84-80. Pálmi var langhæstur í plús og mínus í einvíginu.
Pálmi spilaði mikilvægt hlutverk í einvíginu í ár og hjálpaði til þess að vinna fjórðu Snæfell-KR seríuna á sínum ferli. Það lið sem hefur haft hann innanborðs undanfarin fjögur ár hefur unnið einvígið og alltaf eftir oddaleik.
Snæfell vann þær 89 mínútur sem Pálmi spilaði í einvíginu með 32 stigum sem er 21 stigi betra stigahlutfall en næsti maður á listanum sem var KR-ingurinn Finnur Atli Magnússon.
Einvígi Snæfells og KR í úrslitakeppni
Undanúrslit 2010 - KR 2-3 Snæfell
Pálmi með Snæfelli (5,2 stig og 2,4 stoðsendingar á 17,8 mínútum)
Undanúrslit 2007 - KR 3-2 Snæfell
Pálmi með KR (5,2 stig og 2,2 stoðsendingar á 23 mínútum)
Átta liða úrslit 2006 - KR 2-1 Snæfell
Pálmi með KR (7,3 stig og 3,3 stoðsendingar á 34 mínútum)
Átta liða úrslit 2005 - Snæfell 2-1 KR
Pálmi með Snæfelli (13,0 stig og 4,0 stoðsendingar á 27,7 mínútum)
Hæsta plús og mínus í undanúrslitaeinvígi KR og Snæfells 2010:
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfell +32 (-23 þegar hann var útaf)
Finnur Atli Magnússon,KR +21 (-30)
Hlynur Bæringsson, Snæfell +17 (-8)
Martins Berkis, Snæfell +16 (-7)
Brynjar Þór Björnsson, KR +14 (-23)
Páll Fannar Helgason, Snæfell +12 (-3)
Sveinn Arnar Davíðsson, Snæfell +9 (0)
Fannar Ólafsson, KR +6 (-15)
Pavel Ermolinskij, KR +6 (-15)
Körfubolti