Enn frá París Einar Benediktsson skrifar 30. janúar 2010 06:00 Ég hef ekki látið eftir liggja að rifja upp Evrópuumræðuna, jafnt hér heima og annars staðar þar sem ég hef alið manninn um dagana. Þótt segja megi að nóg sé af því komið, eltir fortíðin mann stundum uppi. Síðast var það við lestur nýútkomins 1. bindis ævisögu Jacques Chirac sem ég fékk í jólagjöf frá mínum nánustu og samfagnað var með um hátíðarnar í París. En í ævisögunni er mikinn fróðleik að finna og ég var vel heima í upprifjun hans á byrjuninni á Evrópusamrunanum við gerð Rómarsamningsins 1957. Það er að sjálfsögðu rétt hjá Chirac að sú þjóðfélagslega endurnýjun sem varð í Frakklandi 1958 með nýrri stjórnarskrá fimmta lýðveldisins og þeim umbótum sem þá urðu, gerði Frakklandi kleift að taka þátt í stofnun Sameiginlega markaðsins. Það ber allt að þakka de Gaulle. Þá segir hann að meðan á gildistöku Rómarsamningsins stóð hafi Bretar efnt til sóknar gegn Efnahagsbandalaginu með tilraun til stofnunar fríverslunarsvæðis á vegum OEEC og síðar á 7. áratugnum með því að reyna að gerast aðilar að bandalaginu til að eyðileggja það innan frá. Svo mjög sem de Gaulle var þá ásakaður fyrir þvermóðsku geti nú enginn dregið í efa að áhyggjur hans voru gildar og góðar, segir Chirac. Þetta eru kunn sjónarmið en ég er einn þeirra sem hafa aldrei aðhyllst þau. Merkileg frásögnUpplýsandi er frásögn af hlutverki Chiracs sem landbúnaðarráðherra Frakklands og þeim hlut sem Frakkar áttu í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni. Þá þótti mér merkilegt hvernig hann gerir grein fyrir því að mjög naumlega tókst að fá meirihluta í þjóðaratkvæði í Frakklandi um Maastricht-sáttmálann 1992. Chirac, þá forsætisráðherra í samsteypustjórn hægri manna með Sósíalistaflokknum, studdi málið en svo var yfirleitt ekki með flokksmenn hans. Hann tók þá áhættu að leggja til að Mitterrand forseti efndi til þjóðaratkvæðis og segir, vafalaust með réttu, að barátta sín fyrir sáttmálanum gegn ímynduðum hagsmunum eigin flokksmanna, hafi þar ráðið úrslitum. Það var naumlega sloppið: 51,05% með og 48,95% á móti. Þessa var reyndar minnst á nýbyrjuðu ári við andlát Philippe Séguin, eins aðalforingja Gaullistanna sem barðist hatrammlega gegn Maastricht-sáttmálanum. En það var með þessum sáttmála að myntbandalagið og evran urðu að veruleika 1. janúar 1999 og lítt blandast mönnum nú hugur um ávinning þess fyrir Frakka og evrusvæðið í heild. Chirac verður að sjálfsögðu meiri maður fyrir að hafa sagt sig frá Gaullistunum í málinu. Dofnandi áhugiReyndar hefur áhugi á Evrópumálum í Frakklandi eins og víðar í „gamla“ ESB dofnað mjög með árunum. Öðruvísi þeim áður brá þegar Jean Monnet, Robert Schuman, Konrad Adenauer og Charles de Gaulle beittu sér fyrir því að sameina Evrópu. En þótt mönnum sýnist að áður hafi riðið hetjur um héruð, þá er staðreyndin sú að að það stóð ekki til að stofna einhverskonar Evrópuríki. Hvert skal hringja? spurði Henry Kissinger um árið þegar kvartað var undan því að Evrópusambandið hefði engan sérstakan talsmann. Það gat aldrei orðið því um er að ræða samstarf fullvalda og sjálfstæðra ríkja, að vísu samstarf sem er afar náið á efnahagssviðinu. Þetta kemur fram í því að á nýju ári er sú nýskipan að til svara eru tveir forsvarsmenn fyrir ESB: forseti ráðherraráðsins, Belginn Herman Van Rompuy og José Luis Zapatero, forsætisráðherra í þá sex mánuði sem Spánn gegnir formennsku í hinum margvíslegu stjórnum og nefndum ESB. Forseta framkvæmdastjórnarinnar, Jose Manuel Barroso, má nú líkja við yfirvélstjóra Brusselmaskínunnar en þriðja símanúmerið ætti frekar að vera hjá Lady Catherine Ashton, utanríkismálsvara ESB. Reynslan verður að sýna hvernig henni gengur að tala fyrir hönd ríkjanna 27 í deilumálum t.d. varðandi Austurlönd nær, Íran, Afganistan eða Norður-Kóreu. Rótgróin stefnumiðAlmenningsálit varðandi Evrópusambandið mótast oft af hefðbundnum afstöðum stjórnmálaflokka frekar en árangri í rekstri mála í Brussel. Viðbrögð í Evrópumálum til hægri og vinstri á stjórnmálasviðinu hafa mjög verið í samræmi við rótgróin stefnumið: hægri flokkar studdu hagsmuni fjármagnsins en þeir til vinstri litu til hagsmuna launþega. Margaret Thatcher sem vann bug á ofurvaldi breskra verkalýðsfélaga, leit á það sem meginmarkmið í sambandi við innri markaðinn að frjálst flæði fjármagns yrði til að efla City of London sem alheimsfjármálamiðstöð án mikils eftirlits. Stjórnmálaflokkar hafa hver síns hagsmunahóps að gæta og telja að viðbrögð eigi að vera í samræmi við það sem hentar hverju sinni. Með evrunni eru gengisbreytingar hins vegar úr sögunni sem tæki til að skammta fjármagni og vinnuafli hverjum sitt með pólitískum geðþóttaákvörðunum. Íslendingar máttu búa við slíkt lengur en aðrar Evrópuþjóðir. Í opnu hagkerfi koma til tökur pólitískra ákvarðana til langs tíma um að hlúa að framleiðsluþáttunum, sem duga lengur og betur en það sem gengisbreytingar hafa í för með sér. Þá þarf ekki að fjölyrða um að í Myntbandalagi Evrópu er lágt vaxtastig og verðtrygging lána með vísitölu- eða gengisbindingu er þar óþekkt fyrirbæri. Hliðstæð umræðaSannleikurinn er sá að stjórnmálaumræðan um þessi mál á Íslandi á sér ákveðna hliðstæðu í því sem hefur gengið yfir víða í ESB og sömuleiðis á Norðurlöndum, ekki síst í Noregi. Með þátttökunni í EES erum við hluti Evrópusamstarfsins og því næsta eðlilegt að íslensk umræða endurspegli sjónarmið sem með einum eða öðrum hætti hafa komið upp innan ESB. Á því er sú undantekning, að sjávarútvegsmál og hin sameiginlega stefna ESB á því sviði vekur eðlilega spurningar meðal Íslendinga fremur en annarra um gæslu hagsmuna sem eru undirstaða afkomu þjóðarinnar. Við sem höfum trú á að hagsmunum sjávarútvegsins geti verið borgið við gerð aðildarsamnings að Evrópusambandinu, hljótum við að hvetja til þess að gengið sé til þess verks. Að því loknu verður árangur lagður í þjóðardóm. Þá er ljóst að í því opna umhverfi viðskipta og efnahagslegra samskipta sem ríkjandi verður í heiminum getur Ísland búið við kerfi peningamála sem byggir á eigin gjaldmiðli. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru í tilskyldum áföngum er hins vegar engin skyndilausn á erfiðleikum hrunsins á Íslandi. Um yrði að ræða aðlögun að þeirri öguðu hagstjórn á sviði ríkisfjármála og peningamála sem okkur er lögð á herðar vegna hrapallegra mistaka. Þá kemur til sögunnar mótun þess eftirlits með banka- og fjármálastarfsemi sem brást hér á Íslandi þegar mest reið á. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki látið eftir liggja að rifja upp Evrópuumræðuna, jafnt hér heima og annars staðar þar sem ég hef alið manninn um dagana. Þótt segja megi að nóg sé af því komið, eltir fortíðin mann stundum uppi. Síðast var það við lestur nýútkomins 1. bindis ævisögu Jacques Chirac sem ég fékk í jólagjöf frá mínum nánustu og samfagnað var með um hátíðarnar í París. En í ævisögunni er mikinn fróðleik að finna og ég var vel heima í upprifjun hans á byrjuninni á Evrópusamrunanum við gerð Rómarsamningsins 1957. Það er að sjálfsögðu rétt hjá Chirac að sú þjóðfélagslega endurnýjun sem varð í Frakklandi 1958 með nýrri stjórnarskrá fimmta lýðveldisins og þeim umbótum sem þá urðu, gerði Frakklandi kleift að taka þátt í stofnun Sameiginlega markaðsins. Það ber allt að þakka de Gaulle. Þá segir hann að meðan á gildistöku Rómarsamningsins stóð hafi Bretar efnt til sóknar gegn Efnahagsbandalaginu með tilraun til stofnunar fríverslunarsvæðis á vegum OEEC og síðar á 7. áratugnum með því að reyna að gerast aðilar að bandalaginu til að eyðileggja það innan frá. Svo mjög sem de Gaulle var þá ásakaður fyrir þvermóðsku geti nú enginn dregið í efa að áhyggjur hans voru gildar og góðar, segir Chirac. Þetta eru kunn sjónarmið en ég er einn þeirra sem hafa aldrei aðhyllst þau. Merkileg frásögnUpplýsandi er frásögn af hlutverki Chiracs sem landbúnaðarráðherra Frakklands og þeim hlut sem Frakkar áttu í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni. Þá þótti mér merkilegt hvernig hann gerir grein fyrir því að mjög naumlega tókst að fá meirihluta í þjóðaratkvæði í Frakklandi um Maastricht-sáttmálann 1992. Chirac, þá forsætisráðherra í samsteypustjórn hægri manna með Sósíalistaflokknum, studdi málið en svo var yfirleitt ekki með flokksmenn hans. Hann tók þá áhættu að leggja til að Mitterrand forseti efndi til þjóðaratkvæðis og segir, vafalaust með réttu, að barátta sín fyrir sáttmálanum gegn ímynduðum hagsmunum eigin flokksmanna, hafi þar ráðið úrslitum. Það var naumlega sloppið: 51,05% með og 48,95% á móti. Þessa var reyndar minnst á nýbyrjuðu ári við andlát Philippe Séguin, eins aðalforingja Gaullistanna sem barðist hatrammlega gegn Maastricht-sáttmálanum. En það var með þessum sáttmála að myntbandalagið og evran urðu að veruleika 1. janúar 1999 og lítt blandast mönnum nú hugur um ávinning þess fyrir Frakka og evrusvæðið í heild. Chirac verður að sjálfsögðu meiri maður fyrir að hafa sagt sig frá Gaullistunum í málinu. Dofnandi áhugiReyndar hefur áhugi á Evrópumálum í Frakklandi eins og víðar í „gamla“ ESB dofnað mjög með árunum. Öðruvísi þeim áður brá þegar Jean Monnet, Robert Schuman, Konrad Adenauer og Charles de Gaulle beittu sér fyrir því að sameina Evrópu. En þótt mönnum sýnist að áður hafi riðið hetjur um héruð, þá er staðreyndin sú að að það stóð ekki til að stofna einhverskonar Evrópuríki. Hvert skal hringja? spurði Henry Kissinger um árið þegar kvartað var undan því að Evrópusambandið hefði engan sérstakan talsmann. Það gat aldrei orðið því um er að ræða samstarf fullvalda og sjálfstæðra ríkja, að vísu samstarf sem er afar náið á efnahagssviðinu. Þetta kemur fram í því að á nýju ári er sú nýskipan að til svara eru tveir forsvarsmenn fyrir ESB: forseti ráðherraráðsins, Belginn Herman Van Rompuy og José Luis Zapatero, forsætisráðherra í þá sex mánuði sem Spánn gegnir formennsku í hinum margvíslegu stjórnum og nefndum ESB. Forseta framkvæmdastjórnarinnar, Jose Manuel Barroso, má nú líkja við yfirvélstjóra Brusselmaskínunnar en þriðja símanúmerið ætti frekar að vera hjá Lady Catherine Ashton, utanríkismálsvara ESB. Reynslan verður að sýna hvernig henni gengur að tala fyrir hönd ríkjanna 27 í deilumálum t.d. varðandi Austurlönd nær, Íran, Afganistan eða Norður-Kóreu. Rótgróin stefnumiðAlmenningsálit varðandi Evrópusambandið mótast oft af hefðbundnum afstöðum stjórnmálaflokka frekar en árangri í rekstri mála í Brussel. Viðbrögð í Evrópumálum til hægri og vinstri á stjórnmálasviðinu hafa mjög verið í samræmi við rótgróin stefnumið: hægri flokkar studdu hagsmuni fjármagnsins en þeir til vinstri litu til hagsmuna launþega. Margaret Thatcher sem vann bug á ofurvaldi breskra verkalýðsfélaga, leit á það sem meginmarkmið í sambandi við innri markaðinn að frjálst flæði fjármagns yrði til að efla City of London sem alheimsfjármálamiðstöð án mikils eftirlits. Stjórnmálaflokkar hafa hver síns hagsmunahóps að gæta og telja að viðbrögð eigi að vera í samræmi við það sem hentar hverju sinni. Með evrunni eru gengisbreytingar hins vegar úr sögunni sem tæki til að skammta fjármagni og vinnuafli hverjum sitt með pólitískum geðþóttaákvörðunum. Íslendingar máttu búa við slíkt lengur en aðrar Evrópuþjóðir. Í opnu hagkerfi koma til tökur pólitískra ákvarðana til langs tíma um að hlúa að framleiðsluþáttunum, sem duga lengur og betur en það sem gengisbreytingar hafa í för með sér. Þá þarf ekki að fjölyrða um að í Myntbandalagi Evrópu er lágt vaxtastig og verðtrygging lána með vísitölu- eða gengisbindingu er þar óþekkt fyrirbæri. Hliðstæð umræðaSannleikurinn er sá að stjórnmálaumræðan um þessi mál á Íslandi á sér ákveðna hliðstæðu í því sem hefur gengið yfir víða í ESB og sömuleiðis á Norðurlöndum, ekki síst í Noregi. Með þátttökunni í EES erum við hluti Evrópusamstarfsins og því næsta eðlilegt að íslensk umræða endurspegli sjónarmið sem með einum eða öðrum hætti hafa komið upp innan ESB. Á því er sú undantekning, að sjávarútvegsmál og hin sameiginlega stefna ESB á því sviði vekur eðlilega spurningar meðal Íslendinga fremur en annarra um gæslu hagsmuna sem eru undirstaða afkomu þjóðarinnar. Við sem höfum trú á að hagsmunum sjávarútvegsins geti verið borgið við gerð aðildarsamnings að Evrópusambandinu, hljótum við að hvetja til þess að gengið sé til þess verks. Að því loknu verður árangur lagður í þjóðardóm. Þá er ljóst að í því opna umhverfi viðskipta og efnahagslegra samskipta sem ríkjandi verður í heiminum getur Ísland búið við kerfi peningamála sem byggir á eigin gjaldmiðli. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru í tilskyldum áföngum er hins vegar engin skyndilausn á erfiðleikum hrunsins á Íslandi. Um yrði að ræða aðlögun að þeirri öguðu hagstjórn á sviði ríkisfjármála og peningamála sem okkur er lögð á herðar vegna hrapallegra mistaka. Þá kemur til sögunnar mótun þess eftirlits með banka- og fjármálastarfsemi sem brást hér á Íslandi þegar mest reið á. Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun