Fótbolti

Komst ekki til Þýskalands vegna flughræðslu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paolo Guerrero.
Paolo Guerrero.

Þýska félagið HSV endurheimti Perúmanninn Paolo Guerrero loks í gær eftir að hann hafði dvalið í heimalandinu í heila tvo mánuði þar sem hann varð allt í einu flughræddur.

Guerrero varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum í upphafi tímabils og lagðist undir hnífinn. Hann fór svo heim til Perú í endurhæfingu.

Er þangað var komið varð hann allt í einu orðinn hræddur við að fljúga. Hann ætlaði að fara aftur til Þýskalands í janúar en í hvert skipti sem hann steig upp í flugvél varð hann logandi hræddur og hljóp aftur út.

Hann fór í kjölfarið í meðferð vegna flughræðslunnar og skilaði sér svo loksins í gær, tveimur mánuðum of seint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×