Magnús Tumi Guðmundsson, hjá Jarðvísindastofnun, segir að upptök skjálftanna sem hófust í nótt mælist undir toppi Eyjafjallajökuls. Það kunni að vera að um gosóróa sé að ræða þannig að skjálftarnir marki upphaf að nýju eldgosi.
Eins og fréttastofa greindi frá í dag er hætt að gjósa úr gossprungunum sem opnuðust á Fimmvörðuhálsi.
Innlent