Ábyrgðinni velt af ríkinu á lífeyrissjóði 17. september 2010 04:00 þéttsetið var á fundi um fjárfestingarstefnu framtakssjóðsins Framtakssjóðurinn var gagnrýndur harðlega í gær. Sparnað landsmanna á ekki að nýta til kaupa á hlutafé fyrirtækja í vanda og við endurreisn atvinnulífsins, segir Hallbjörn Karlsson, fjárfestir. Fréttablaðið/GVA Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögnun ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ólíklegt að Framtakssjóðurinn og lífeyrissjóðirnir væru réttu fjárhagslegu bakhjarlarnir til fyrirtækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtækisins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðsins séu áhættufjárfestingar. Lífeyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbendingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjárhagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélögum á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthías bætti við að eftir að Framtakssjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins og fyrirtækjakaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrirtækja til lengri tíma. Öðrum hluthöfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögnun ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ólíklegt að Framtakssjóðurinn og lífeyrissjóðirnir væru réttu fjárhagslegu bakhjarlarnir til fyrirtækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtækisins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðsins séu áhættufjárfestingar. Lífeyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbendingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjárhagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélögum á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthías bætti við að eftir að Framtakssjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins og fyrirtækjakaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrirtækja til lengri tíma. Öðrum hluthöfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira