Ráðherra varar við falli UBS bankans í Sviss 1. febrúar 2010 14:47 Eveline Widmer-Schlumpf dómsmálaráðherra Sviss hefur varað við því að UBS bankinn gæti fallið. Framtíð bankans mun ráðast af viðkvæmum samningaviðræðum sem eru í gangi í Bandaríkjunum í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skattsvikum þar í landi.UBS bankinn er stærsti banki Sviss og raunar er hann næst stærsti banki Evrópu. Fari svo að UBS falli myndi slíkt hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir bankakerfi Evrópu.Widmer-Schlumpf lét fyrrgreind orð falla í viðtali við blaðið Le Matin Dimanche um helgina. „Aðgerðir UBS í Bandaríkjunum valda miklum vandræðum," segir Widmer-Schlumpf. „Ekki bara þar sem um lögbrot er að ræða heldur af því að þær ógna allri annarri starfsemi bankans."Ennfremur segir ráðherrann að ef UBS falli í kjölfar þess að verða sviptur bankaleyfi sínu í Bandaríkjunum hefði slíkt umfangsmiklar afleiðingar fyrir efnahag og vinnumarkað Sviss.Svissnesk og bandarísk stjórnvöld höfðu náð samkomulagi í skattamálinu þar sem gert var ráð fyrir að UBS gæfi upplýsingar um reikninga 4.500 Bandaríkjamanna hjá bankanum til skattrannsóknarlögreglunnar í Bandaríkjunum. Hinsvegar gekk nýlega dómur fyrir svissneskum dómstóli sem er þvert á þetta samkomulag og hefur sett það í uppnám.Margir Svisslendingar eru stoltir af bankaleynd landsins og telja að svissnesk yfirvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart Bandaríkjamönnum í þessu skattamáli. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eveline Widmer-Schlumpf dómsmálaráðherra Sviss hefur varað við því að UBS bankinn gæti fallið. Framtíð bankans mun ráðast af viðkvæmum samningaviðræðum sem eru í gangi í Bandaríkjunum í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skattsvikum þar í landi.UBS bankinn er stærsti banki Sviss og raunar er hann næst stærsti banki Evrópu. Fari svo að UBS falli myndi slíkt hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir bankakerfi Evrópu.Widmer-Schlumpf lét fyrrgreind orð falla í viðtali við blaðið Le Matin Dimanche um helgina. „Aðgerðir UBS í Bandaríkjunum valda miklum vandræðum," segir Widmer-Schlumpf. „Ekki bara þar sem um lögbrot er að ræða heldur af því að þær ógna allri annarri starfsemi bankans."Ennfremur segir ráðherrann að ef UBS falli í kjölfar þess að verða sviptur bankaleyfi sínu í Bandaríkjunum hefði slíkt umfangsmiklar afleiðingar fyrir efnahag og vinnumarkað Sviss.Svissnesk og bandarísk stjórnvöld höfðu náð samkomulagi í skattamálinu þar sem gert var ráð fyrir að UBS gæfi upplýsingar um reikninga 4.500 Bandaríkjamanna hjá bankanum til skattrannsóknarlögreglunnar í Bandaríkjunum. Hinsvegar gekk nýlega dómur fyrir svissneskum dómstóli sem er þvert á þetta samkomulag og hefur sett það í uppnám.Margir Svisslendingar eru stoltir af bankaleynd landsins og telja að svissnesk yfirvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart Bandaríkjamönnum í þessu skattamáli.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent