Fyrirtækjaáhlaup hafið á írska banka 18. nóvember 2010 09:58 Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við írska banka hafa tekið út innistæður sínar svo milljörðum evra skiptir á undanförnum vikum og mánuðum. Einstaklingar eru hinsvegar rólegri enda eru innistæður þeirra með ríkisábyrgð. Þetta kemur fram í Financial Times. Fyrirtækin sem hér um ræðir óttast að tapa fé sínu í írsku bönkunum ef skuldakreppan sem hrjáir þessa banka muni enn fara versnandi. Í síðustu viku viðurkenndi Bank of Ireland, einn stærsti banki landsins, að hann hefði misst frá sér 12% af öllum innlánum sínum á skömmum tíma í september. Samtals var um 10 milljarða evra, eða rúmlega 1.500 milljarða kr., að ræða sem teknar voru út af innlánsreikningum í bankanum. Í gærdag viðurkenndi annar írskur banki, Life & Permanent, að hann hefði misst 11% af innlánum sínum í ágúst og september. Báðir þessir bankar staðhæfa að stöðuleiki hafi komist á síðan þessi áhlaup voru gerð á innistæðurnar. Samkvæmt fleiri greinendum sem Financial Times hefur rætt um eru írsku bankarnir nú undir „rólegu áhlaupi". Hank Calenti greinandi hjá franska bankanum Société Générale segir að menn sjái ekki biðraðir fólks við að taka út innistæður sínar. „En það virðist vera rólegt áhlaup í gangi hvað varðar innistæður fyrirtækja í bönkunum," segir Calenti. Samkvæmt Financial Times varð samsvarandi útstreymi af fyrirtækjainnlánum til þess að Lehman Brothers bankinn hrundi haustið 2008. Írskir bankar hafa hingað til getað haldið sér á floti með gífurlegum lántökum hjá seðlabanka Evrópu (ECB). Í október höfðu írskir bankar þannig fengið lánað um fjórðunginn af öllu útlánafé ECB þann mánuð eða sem samsvarar 130 milljörðum evra, eða tæplega 20 þúsund milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að írska hagkerfið er ekki nema 2% af heildarstærð hagkerfisins á evrusvæðinu. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við írska banka hafa tekið út innistæður sínar svo milljörðum evra skiptir á undanförnum vikum og mánuðum. Einstaklingar eru hinsvegar rólegri enda eru innistæður þeirra með ríkisábyrgð. Þetta kemur fram í Financial Times. Fyrirtækin sem hér um ræðir óttast að tapa fé sínu í írsku bönkunum ef skuldakreppan sem hrjáir þessa banka muni enn fara versnandi. Í síðustu viku viðurkenndi Bank of Ireland, einn stærsti banki landsins, að hann hefði misst frá sér 12% af öllum innlánum sínum á skömmum tíma í september. Samtals var um 10 milljarða evra, eða rúmlega 1.500 milljarða kr., að ræða sem teknar voru út af innlánsreikningum í bankanum. Í gærdag viðurkenndi annar írskur banki, Life & Permanent, að hann hefði misst 11% af innlánum sínum í ágúst og september. Báðir þessir bankar staðhæfa að stöðuleiki hafi komist á síðan þessi áhlaup voru gerð á innistæðurnar. Samkvæmt fleiri greinendum sem Financial Times hefur rætt um eru írsku bankarnir nú undir „rólegu áhlaupi". Hank Calenti greinandi hjá franska bankanum Société Générale segir að menn sjái ekki biðraðir fólks við að taka út innistæður sínar. „En það virðist vera rólegt áhlaup í gangi hvað varðar innistæður fyrirtækja í bönkunum," segir Calenti. Samkvæmt Financial Times varð samsvarandi útstreymi af fyrirtækjainnlánum til þess að Lehman Brothers bankinn hrundi haustið 2008. Írskir bankar hafa hingað til getað haldið sér á floti með gífurlegum lántökum hjá seðlabanka Evrópu (ECB). Í október höfðu írskir bankar þannig fengið lánað um fjórðunginn af öllu útlánafé ECB þann mánuð eða sem samsvarar 130 milljörðum evra, eða tæplega 20 þúsund milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að írska hagkerfið er ekki nema 2% af heildarstærð hagkerfisins á evrusvæðinu.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent