Risavaxinn samningur Oprah Winfrey vekur furðu 30. apríl 2010 10:55 Hinsvegar ber á það að líta að Oprah er valdamesta kona heimsins og mikil sölukona eins og kannanir hafa ítrekað sýnt Risavaxinn auglýsingasamningur sem sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey hefur gert við Procter & Gamble stærsta kaupenda auglýsinga í heiminum hefur vakið furðu margra. Samningurinn er til þriggja ára og hljóðar upp á 100 milljónir dollara eða um 12,8 milljarða kr.Samningurinn er gerður við The Oprah Winfrey Network (OWN) sjónvarpsstöð sem er í sameiginlegri eigu Oprah og Discovery Communcations. Það sem vekur furðu er að OWN fer ekki í loftið fyrr en á næsta ári, dagskráin er ekki tilbúin, engir áhorfendur eru til staðar enn og því ekki hægt að mæla áhorf og útbreiðslu sem yfirleitt liggja til grundvallar samningum af þessu tagi.Í frétt um málið á sjónvarpstöðinni ABC segir að þessi samningur geti vel breytt því hvernig auglýsingaheimurinn starfar í framtíðinni og hugsanlega verði fleiri samningar gerðir á þessum nótum, það er að stórfyrirtæki fari framhjá auglýsingastofum og semji beint við þá aðila sem þeir vilja auglýsa hjá.Hinsvegar ber á það að líta að Oprah er valdamesta kona heimsins og mikil sölukona eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Helsti markhópur hennar eru konur á aldrinum 18 til 54 ára.Procter & Gamble framleiða mörg af þekktustu vörumerkjum heims, þar á meðal Tampax og Pampers sem falla vel að fyrrgreindum markhóp. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Risavaxinn auglýsingasamningur sem sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey hefur gert við Procter & Gamble stærsta kaupenda auglýsinga í heiminum hefur vakið furðu margra. Samningurinn er til þriggja ára og hljóðar upp á 100 milljónir dollara eða um 12,8 milljarða kr.Samningurinn er gerður við The Oprah Winfrey Network (OWN) sjónvarpsstöð sem er í sameiginlegri eigu Oprah og Discovery Communcations. Það sem vekur furðu er að OWN fer ekki í loftið fyrr en á næsta ári, dagskráin er ekki tilbúin, engir áhorfendur eru til staðar enn og því ekki hægt að mæla áhorf og útbreiðslu sem yfirleitt liggja til grundvallar samningum af þessu tagi.Í frétt um málið á sjónvarpstöðinni ABC segir að þessi samningur geti vel breytt því hvernig auglýsingaheimurinn starfar í framtíðinni og hugsanlega verði fleiri samningar gerðir á þessum nótum, það er að stórfyrirtæki fari framhjá auglýsingastofum og semji beint við þá aðila sem þeir vilja auglýsa hjá.Hinsvegar ber á það að líta að Oprah er valdamesta kona heimsins og mikil sölukona eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Helsti markhópur hennar eru konur á aldrinum 18 til 54 ára.Procter & Gamble framleiða mörg af þekktustu vörumerkjum heims, þar á meðal Tampax og Pampers sem falla vel að fyrrgreindum markhóp.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira