Inter fyrst í undanúrslit - Sneijder skoraði Elvar Geir Magnússon skrifar 6. apríl 2010 12:40 Wesley Sneijder fagnar marki sínu. Jose Mourinho og hans menn í Inter eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið vann CSKA frá Moskvu fyrirhafnarlítið 1-0 í leik sem var að ljúka í Rússlandi. Inter vann fyrri leikinn með sama mun á Ítalíu og kemst því áfram 2-0 samanlagt. Wesley Sneijder skoraði markið í þessum seinni leik strax á sjöttu mínútu og þá var brekkan brött fyrir heimamenn sem þurftu að skora þrjú mörk til að komast áfram. Snemma í seinni hálfleik missti CSKA mann af velli með rautt spjald og þá var leik í raun lokið. Inter mætir sigurvegaranum úr viðureign Barcelona og Arsenal í undanúrslitunum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Rússlandi og má lesa hana hér að neðan. CSKA Moskva-Inter 0-1 (Samanlagt: 0-2) 0-1 Wesley Sneijder (6.) 90.mín: Leiknum er lokið. Inter kemst áfram í undanúrslitin. Nú þarf Mourinho bara að finna sér sportbar í Moskvu til að sjá hvort hans lið mætir Barcelona eða Arsenal. 75.mín: Þetta hefur verið fyrirhafnarlítið hjá Ítalíumeisturunum. CSKA Moskva veitir litla mótspyrnu og spennan engin. 58.mín: Jose Mourinho er að afreka það að verða fyrsti þjálfarinn sem leiðir þrjú mismunandi lið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Louis van Gaal getur fetað í fótspor hans annað kvöld ef FC Bayern slær út Manchester United. 50.mín: Ef þetta var erfitt áður þá er þetta ómögulegt fyrir heimamenn núna. Chidi Odiah fékk rautt spjald hér í upphafi seinni hálfleiks, fékk sitt annað gula spjald og ætti að vera að skrúfa frá sturtunni núna. Hárrétt hjá franska dómaranum og Moskvumenn því tíu gegn ellefu. 45.mín: Kominn er hálfleikur í Moskvu. Ekkert sem bendir til þess að heimamenn séu að fara að skora þrjú mörk í þessum leik. Þeir hafa mikið reynt langskot en minna verið í því að hitta á markið. 25.mín: Inter ræður ferðinni. Rússarnir þurfa þrjú mörk til að komast áfram. Ansi brött brekka fyrir þá og allt útlit fyrir að Inter verði fyrst liða í undanúrslitin. Þessu einvígi virðist einfaldlega vera lokið. 6.mín: MARK! Inter skorar fyrsta markið í Moskvu. Það gerði Sneijder beint úr aukaspyrnu. Skotið fór beint á markið en Akinfeev í marki heimamanna ekki á tánum, illa gert hjá honum. Ljóst er að þessi leikur fer ekki í framlengingu. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Leikið er á Luznikhi-vellinum í Moskvu en sá völlur er með gervigrasi sem er ekki vinsælt hjá ítalska liðinu. Dómari er Stephane Lannoy frá Frakklandi. Byrjunarlið CSKA: Akinfeev, Semberas, Ignashevich, Berezutsky, Berezutsky, Shchennikov, Dzagoev, Mamaev, Gonzalez, Honda, Necid. (Varamenn: Zhemchugov, Nababkin, Odiah, Piliev, Rahimic, Oliseh, Guilherme) Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Maicon, Samuel, Stankovic, Sneijder, Cambiasso, Eto'o, Milito, Pandev. (Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Materazzi, Chivu, Quaresma, Muntari, Balotelli) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira
Jose Mourinho og hans menn í Inter eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið vann CSKA frá Moskvu fyrirhafnarlítið 1-0 í leik sem var að ljúka í Rússlandi. Inter vann fyrri leikinn með sama mun á Ítalíu og kemst því áfram 2-0 samanlagt. Wesley Sneijder skoraði markið í þessum seinni leik strax á sjöttu mínútu og þá var brekkan brött fyrir heimamenn sem þurftu að skora þrjú mörk til að komast áfram. Snemma í seinni hálfleik missti CSKA mann af velli með rautt spjald og þá var leik í raun lokið. Inter mætir sigurvegaranum úr viðureign Barcelona og Arsenal í undanúrslitunum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Rússlandi og má lesa hana hér að neðan. CSKA Moskva-Inter 0-1 (Samanlagt: 0-2) 0-1 Wesley Sneijder (6.) 90.mín: Leiknum er lokið. Inter kemst áfram í undanúrslitin. Nú þarf Mourinho bara að finna sér sportbar í Moskvu til að sjá hvort hans lið mætir Barcelona eða Arsenal. 75.mín: Þetta hefur verið fyrirhafnarlítið hjá Ítalíumeisturunum. CSKA Moskva veitir litla mótspyrnu og spennan engin. 58.mín: Jose Mourinho er að afreka það að verða fyrsti þjálfarinn sem leiðir þrjú mismunandi lið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Louis van Gaal getur fetað í fótspor hans annað kvöld ef FC Bayern slær út Manchester United. 50.mín: Ef þetta var erfitt áður þá er þetta ómögulegt fyrir heimamenn núna. Chidi Odiah fékk rautt spjald hér í upphafi seinni hálfleiks, fékk sitt annað gula spjald og ætti að vera að skrúfa frá sturtunni núna. Hárrétt hjá franska dómaranum og Moskvumenn því tíu gegn ellefu. 45.mín: Kominn er hálfleikur í Moskvu. Ekkert sem bendir til þess að heimamenn séu að fara að skora þrjú mörk í þessum leik. Þeir hafa mikið reynt langskot en minna verið í því að hitta á markið. 25.mín: Inter ræður ferðinni. Rússarnir þurfa þrjú mörk til að komast áfram. Ansi brött brekka fyrir þá og allt útlit fyrir að Inter verði fyrst liða í undanúrslitin. Þessu einvígi virðist einfaldlega vera lokið. 6.mín: MARK! Inter skorar fyrsta markið í Moskvu. Það gerði Sneijder beint úr aukaspyrnu. Skotið fór beint á markið en Akinfeev í marki heimamanna ekki á tánum, illa gert hjá honum. Ljóst er að þessi leikur fer ekki í framlengingu. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Leikið er á Luznikhi-vellinum í Moskvu en sá völlur er með gervigrasi sem er ekki vinsælt hjá ítalska liðinu. Dómari er Stephane Lannoy frá Frakklandi. Byrjunarlið CSKA: Akinfeev, Semberas, Ignashevich, Berezutsky, Berezutsky, Shchennikov, Dzagoev, Mamaev, Gonzalez, Honda, Necid. (Varamenn: Zhemchugov, Nababkin, Odiah, Piliev, Rahimic, Oliseh, Guilherme) Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Maicon, Samuel, Stankovic, Sneijder, Cambiasso, Eto'o, Milito, Pandev. (Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Materazzi, Chivu, Quaresma, Muntari, Balotelli)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira