Innlent

Dagur vonar að ruglið endi á kjördag

Mynd/Anton Brink
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir ánægjulegt hvernig Besta flokknum hefur tekist að hreyfa við borgarstjórnarpóltíkinni en vonar að ruglið sem hann segir hafa einkennt kjörtímabilið endi á kjördag.

Samfylkingin og Vinstri græna tapa fylgi samkvæmt skoðanakönnun MMR sem gerð var fyrir Sjálfstæðisflokkinn og greint var frá í gær. Sama könnun sýnir að Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, er orðinn stærsti flokkur borgarinnar með tæplega 36% fylgi.

„Skilaboðin eru mjög skýr. Besta flokknum hefur tekist að hreyfa við hlutunum og það er jákvætt. Það hefur ekki verið mikil athygli eða áhugi á borgarstjórnarkosningunum. Þetta kjörtímabil hefur auðvitað verið með ólíkindum og ég held að það sé mikilvægt að allir taki skilaboðin til sín," segir Dagur og bætir við að hann voni að ruglið stoppi á kjördag.


Tengdar fréttir

Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire

„Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna.

Sóley Tómasdóttir: Hversu fyndið er það þegar framtíð barnanna er í húfi

„Tiltrú almennings á stjórnmálum hefur farið minnkandi og það er náttúrulega fyrst og fremst hrunflokkunum um að kenna,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Vinstri grænna en samkvæmt skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 birti, þá er grínframboðið Besti flokkurinn orðið að stærsta stjórnmálaafli Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×