Fótbolti

Tvö mörk frá Arjen Robben komu Bayern á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arjen Robben fagnar öðru marka sinna i dag.
Arjen Robben fagnar öðru marka sinna i dag. Mynd/Getty Images
Hollendingurinn Arjen Robben tryggði Bayern Munchen toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að skora bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Freiburg.

Bayern komst upp fyrir Schalke með sigrinum en Schalke hafði komist tímabundið í toppsætið með sigri á VfB Stuttgart á föstudaginn.

Cedrick Makiadi kom Freiburg í 1-0 en Arjen Robben skoraði jöfnunarmarkið beint úr aukaspyrnu á 76. mínútu og tryggði Bayern síðan sigur með marki úr víti á 83. mínútu.

Framlag Hollendingsins var vel þegið enda lék Bayern-liðið án þeirra Franck Ribery, Mario Gomez, Martin Demichelis og Bastian Schweinsteiger í þessum leik.

„Það er ótrúlegt að sjá hvernig Robben er búinn að spila á þessu tímabili. Ég er bara ánægður að hann sé í mínu liði," sagði Louis van Gaal, landi Robben og þjálfari Bayern. Arjen Robben er búinn að skorað 10 mörk í 17 deildarleikjum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×