Kína á bremsunni, bindiskyldan aukin í annað sinn 12. febrúar 2010 10:50 Stjórnvöld í Kína hafa fyrirskipað bönkum landsins að hækka bindiskyldu sína. Er þetta í annað sinn á einum mánuði sem bindiskyldan er aukin. Með þessu eru stjórnvöld að reyna að kæla kínverska hagkerfið sem er í miklum vexti þessa daganna.Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir að hækkunin nemi 0,5 prósentustigum. Bindiskylda stærri banka í Kína stendur nú í 16% en hjá minni bönkum er hún 14%. Hin nýja hækkun á að ganga í gildi þann 25. febrúar n.k. að því er segir á vefsíðu kínverska seðlabankans.Stjórnvöld í Kína eru að reyna að koma í veg fyrir eignabólu í landinu og jafnframt að forðast meiri verðbólgu. Töluverð hætta er á að eignabólan fari úr böndunum eftir að kínversk stjórnvöld dældu miklu fé í hagkerfið í fyrra til að vinna gegn áhrifum fjármálakreppunnar. Eignabólan hefur verið keyrð áfram með miklum útlánum hjá bönkum landsins.Bindiskyldan hjá kínverskum bönkum var hækkuð síðast þann 12. janúar s.l. en fram að þeim tíma hafði hún verið óbreytt frá árinu 2008. Hækkun kom í kjölfar þess að bankar landsins höfðu lánað viðskiptavinum sínum 1.400 milljarða dollara á síðasta ár en útlán höfðu þá aldrei verið meiri á einu ári í landinu. Ekkert lát varð síðan á útlánunum í janúar s.l. og því var gripið til þess að hækka bindiskyldu bankanna. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa fyrirskipað bönkum landsins að hækka bindiskyldu sína. Er þetta í annað sinn á einum mánuði sem bindiskyldan er aukin. Með þessu eru stjórnvöld að reyna að kæla kínverska hagkerfið sem er í miklum vexti þessa daganna.Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir að hækkunin nemi 0,5 prósentustigum. Bindiskylda stærri banka í Kína stendur nú í 16% en hjá minni bönkum er hún 14%. Hin nýja hækkun á að ganga í gildi þann 25. febrúar n.k. að því er segir á vefsíðu kínverska seðlabankans.Stjórnvöld í Kína eru að reyna að koma í veg fyrir eignabólu í landinu og jafnframt að forðast meiri verðbólgu. Töluverð hætta er á að eignabólan fari úr böndunum eftir að kínversk stjórnvöld dældu miklu fé í hagkerfið í fyrra til að vinna gegn áhrifum fjármálakreppunnar. Eignabólan hefur verið keyrð áfram með miklum útlánum hjá bönkum landsins.Bindiskyldan hjá kínverskum bönkum var hækkuð síðast þann 12. janúar s.l. en fram að þeim tíma hafði hún verið óbreytt frá árinu 2008. Hækkun kom í kjölfar þess að bankar landsins höfðu lánað viðskiptavinum sínum 1.400 milljarða dollara á síðasta ár en útlán höfðu þá aldrei verið meiri á einu ári í landinu. Ekkert lát varð síðan á útlánunum í janúar s.l. og því var gripið til þess að hækka bindiskyldu bankanna.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira