FIH selur hluti sína í Sjælsö Gruppen 22. desember 2010 09:45 FIH Aztec Holding og FIH Finance hafa selt alla hluti sína í fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FIH bankanum sem til skamms tíma var í íslenskri eigu. Samtals var um að ræða rétt tæp 5% af heildarfjölda hluta í Sjælsö eða rúmlega 3,8 milljónir hluta. Ekki er greint frá verðinu per hlut en það hefur legið á bilinu 20 til 25 danskrar kr. undanfarna mánuði. Miðað við það hefur FIH fengið hátt í 100 milljónir danskra kr. fyrir þessa hluti eða um 2 milljarða kr. Sem fyrr segir var FIH til skamms tíma í íslenskri eigu en skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn seldu FIH í haust. Formlega verður gengið frá sölunni þann 6. janúar n.k. Sjælsö Gruppen er stærsta fasteignafélag Danmerkur og um tíma átti FIH 17% hlut í félaginu. Stærsti hluthafinn í Sjælsö er hinsvegar SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord Holding er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FIH Aztec Holding og FIH Finance hafa selt alla hluti sína í fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FIH bankanum sem til skamms tíma var í íslenskri eigu. Samtals var um að ræða rétt tæp 5% af heildarfjölda hluta í Sjælsö eða rúmlega 3,8 milljónir hluta. Ekki er greint frá verðinu per hlut en það hefur legið á bilinu 20 til 25 danskrar kr. undanfarna mánuði. Miðað við það hefur FIH fengið hátt í 100 milljónir danskra kr. fyrir þessa hluti eða um 2 milljarða kr. Sem fyrr segir var FIH til skamms tíma í íslenskri eigu en skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn seldu FIH í haust. Formlega verður gengið frá sölunni þann 6. janúar n.k. Sjælsö Gruppen er stærsta fasteignafélag Danmerkur og um tíma átti FIH 17% hlut í félaginu. Stærsti hluthafinn í Sjælsö er hinsvegar SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord Holding er svo aftur að hluta til, eða 30%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira