Af geðveiki og vangefni 30. september 2010 06:00 Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Höfum eitt á hreinu. Umhverfismál og náttúruverndarmál eru án nokkurs vafa allra stærstu hagsmunamál mannkyns og fyrir þeim verður að berjast á mörgum vígstöðvum til að koma í veg fyrir áframhaldandi helför. Það þýðir að við verðum að finna nýja mælikvarða á lífsgæði í stað hagvaxtar og neysluhyggju. Innan 40 ára telja færustu vísindamenn heims að tilvistargrunni 800 milljóna manna hafi verið kippt undan þeim ef ekki tekst að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ísland hefur bæði sögulegt tækifæri og skyldur til að móta nýja stefnu sem verði til fyrirmyndar. Við megum ekki láta þá sem eru skilningslausir á kall tímans ráða förinni áfram. Þetta er geðheilbrigðismál. Það leikur lítill vafi á því að auknar geðraskanir á Vesturlöndum tengjast tilvistarkreppu og innan-tómri neysluhyggju. Geðsjúkdómum hefur verið lýst sem plágu 21. aldarinnar en því er hægt að snúa við með lífsstílsbreytingum og með því að líf fólks öðlist nýtt inntak og merkingu. Í umræðum um þessi mál er engin ástæða til að nota orð eins og geðveiki og vangefni um þá sem enn hafa ekki áttað sig á nauðsyn róttækra breytinga. Ég er með geðsjúkdóm og því hef ég stundum verið geðveikur. Gerir það mig að virkjana- og stóriðjusinna? Auðvitað ekki. Sennilega hef ég aldrei verið jafn viðkvæmur fyrir meðferð okkar á náttúrunni en einmitt þegar ég hef verið veikur. Þessi orðnotkun er því móðgun við mig og fjölmarga aðra. Það að vera veruleikafirrtur og með ranghugmyndir þarf í sjálfu sér ekkert að hafa með geðveiki, hvað þá vangefni, að gera. Græðgi og skammsýni geta tengst siðleysi en hún er ólæknandi. Mergurinn málsins er sá að hér er á ferðinni allt of stórt og mikilvægt mál til að það fari að stranda á óvarlegri orðnotkun þeirra sem helst hafa sig í frammi. Ábyrgð þeirra er því mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Höfum eitt á hreinu. Umhverfismál og náttúruverndarmál eru án nokkurs vafa allra stærstu hagsmunamál mannkyns og fyrir þeim verður að berjast á mörgum vígstöðvum til að koma í veg fyrir áframhaldandi helför. Það þýðir að við verðum að finna nýja mælikvarða á lífsgæði í stað hagvaxtar og neysluhyggju. Innan 40 ára telja færustu vísindamenn heims að tilvistargrunni 800 milljóna manna hafi verið kippt undan þeim ef ekki tekst að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ísland hefur bæði sögulegt tækifæri og skyldur til að móta nýja stefnu sem verði til fyrirmyndar. Við megum ekki láta þá sem eru skilningslausir á kall tímans ráða förinni áfram. Þetta er geðheilbrigðismál. Það leikur lítill vafi á því að auknar geðraskanir á Vesturlöndum tengjast tilvistarkreppu og innan-tómri neysluhyggju. Geðsjúkdómum hefur verið lýst sem plágu 21. aldarinnar en því er hægt að snúa við með lífsstílsbreytingum og með því að líf fólks öðlist nýtt inntak og merkingu. Í umræðum um þessi mál er engin ástæða til að nota orð eins og geðveiki og vangefni um þá sem enn hafa ekki áttað sig á nauðsyn róttækra breytinga. Ég er með geðsjúkdóm og því hef ég stundum verið geðveikur. Gerir það mig að virkjana- og stóriðjusinna? Auðvitað ekki. Sennilega hef ég aldrei verið jafn viðkvæmur fyrir meðferð okkar á náttúrunni en einmitt þegar ég hef verið veikur. Þessi orðnotkun er því móðgun við mig og fjölmarga aðra. Það að vera veruleikafirrtur og með ranghugmyndir þarf í sjálfu sér ekkert að hafa með geðveiki, hvað þá vangefni, að gera. Græðgi og skammsýni geta tengst siðleysi en hún er ólæknandi. Mergurinn málsins er sá að hér er á ferðinni allt of stórt og mikilvægt mál til að það fari að stranda á óvarlegri orðnotkun þeirra sem helst hafa sig í frammi. Ábyrgð þeirra er því mikil.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun