Af geðveiki og vangefni 30. september 2010 06:00 Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Höfum eitt á hreinu. Umhverfismál og náttúruverndarmál eru án nokkurs vafa allra stærstu hagsmunamál mannkyns og fyrir þeim verður að berjast á mörgum vígstöðvum til að koma í veg fyrir áframhaldandi helför. Það þýðir að við verðum að finna nýja mælikvarða á lífsgæði í stað hagvaxtar og neysluhyggju. Innan 40 ára telja færustu vísindamenn heims að tilvistargrunni 800 milljóna manna hafi verið kippt undan þeim ef ekki tekst að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ísland hefur bæði sögulegt tækifæri og skyldur til að móta nýja stefnu sem verði til fyrirmyndar. Við megum ekki láta þá sem eru skilningslausir á kall tímans ráða förinni áfram. Þetta er geðheilbrigðismál. Það leikur lítill vafi á því að auknar geðraskanir á Vesturlöndum tengjast tilvistarkreppu og innan-tómri neysluhyggju. Geðsjúkdómum hefur verið lýst sem plágu 21. aldarinnar en því er hægt að snúa við með lífsstílsbreytingum og með því að líf fólks öðlist nýtt inntak og merkingu. Í umræðum um þessi mál er engin ástæða til að nota orð eins og geðveiki og vangefni um þá sem enn hafa ekki áttað sig á nauðsyn róttækra breytinga. Ég er með geðsjúkdóm og því hef ég stundum verið geðveikur. Gerir það mig að virkjana- og stóriðjusinna? Auðvitað ekki. Sennilega hef ég aldrei verið jafn viðkvæmur fyrir meðferð okkar á náttúrunni en einmitt þegar ég hef verið veikur. Þessi orðnotkun er því móðgun við mig og fjölmarga aðra. Það að vera veruleikafirrtur og með ranghugmyndir þarf í sjálfu sér ekkert að hafa með geðveiki, hvað þá vangefni, að gera. Græðgi og skammsýni geta tengst siðleysi en hún er ólæknandi. Mergurinn málsins er sá að hér er á ferðinni allt of stórt og mikilvægt mál til að það fari að stranda á óvarlegri orðnotkun þeirra sem helst hafa sig í frammi. Ábyrgð þeirra er því mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Höfum eitt á hreinu. Umhverfismál og náttúruverndarmál eru án nokkurs vafa allra stærstu hagsmunamál mannkyns og fyrir þeim verður að berjast á mörgum vígstöðvum til að koma í veg fyrir áframhaldandi helför. Það þýðir að við verðum að finna nýja mælikvarða á lífsgæði í stað hagvaxtar og neysluhyggju. Innan 40 ára telja færustu vísindamenn heims að tilvistargrunni 800 milljóna manna hafi verið kippt undan þeim ef ekki tekst að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ísland hefur bæði sögulegt tækifæri og skyldur til að móta nýja stefnu sem verði til fyrirmyndar. Við megum ekki láta þá sem eru skilningslausir á kall tímans ráða förinni áfram. Þetta er geðheilbrigðismál. Það leikur lítill vafi á því að auknar geðraskanir á Vesturlöndum tengjast tilvistarkreppu og innan-tómri neysluhyggju. Geðsjúkdómum hefur verið lýst sem plágu 21. aldarinnar en því er hægt að snúa við með lífsstílsbreytingum og með því að líf fólks öðlist nýtt inntak og merkingu. Í umræðum um þessi mál er engin ástæða til að nota orð eins og geðveiki og vangefni um þá sem enn hafa ekki áttað sig á nauðsyn róttækra breytinga. Ég er með geðsjúkdóm og því hef ég stundum verið geðveikur. Gerir það mig að virkjana- og stóriðjusinna? Auðvitað ekki. Sennilega hef ég aldrei verið jafn viðkvæmur fyrir meðferð okkar á náttúrunni en einmitt þegar ég hef verið veikur. Þessi orðnotkun er því móðgun við mig og fjölmarga aðra. Það að vera veruleikafirrtur og með ranghugmyndir þarf í sjálfu sér ekkert að hafa með geðveiki, hvað þá vangefni, að gera. Græðgi og skammsýni geta tengst siðleysi en hún er ólæknandi. Mergurinn málsins er sá að hér er á ferðinni allt of stórt og mikilvægt mál til að það fari að stranda á óvarlegri orðnotkun þeirra sem helst hafa sig í frammi. Ábyrgð þeirra er því mikil.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun