Af geðveiki og vangefni 30. september 2010 06:00 Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Höfum eitt á hreinu. Umhverfismál og náttúruverndarmál eru án nokkurs vafa allra stærstu hagsmunamál mannkyns og fyrir þeim verður að berjast á mörgum vígstöðvum til að koma í veg fyrir áframhaldandi helför. Það þýðir að við verðum að finna nýja mælikvarða á lífsgæði í stað hagvaxtar og neysluhyggju. Innan 40 ára telja færustu vísindamenn heims að tilvistargrunni 800 milljóna manna hafi verið kippt undan þeim ef ekki tekst að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ísland hefur bæði sögulegt tækifæri og skyldur til að móta nýja stefnu sem verði til fyrirmyndar. Við megum ekki láta þá sem eru skilningslausir á kall tímans ráða förinni áfram. Þetta er geðheilbrigðismál. Það leikur lítill vafi á því að auknar geðraskanir á Vesturlöndum tengjast tilvistarkreppu og innan-tómri neysluhyggju. Geðsjúkdómum hefur verið lýst sem plágu 21. aldarinnar en því er hægt að snúa við með lífsstílsbreytingum og með því að líf fólks öðlist nýtt inntak og merkingu. Í umræðum um þessi mál er engin ástæða til að nota orð eins og geðveiki og vangefni um þá sem enn hafa ekki áttað sig á nauðsyn róttækra breytinga. Ég er með geðsjúkdóm og því hef ég stundum verið geðveikur. Gerir það mig að virkjana- og stóriðjusinna? Auðvitað ekki. Sennilega hef ég aldrei verið jafn viðkvæmur fyrir meðferð okkar á náttúrunni en einmitt þegar ég hef verið veikur. Þessi orðnotkun er því móðgun við mig og fjölmarga aðra. Það að vera veruleikafirrtur og með ranghugmyndir þarf í sjálfu sér ekkert að hafa með geðveiki, hvað þá vangefni, að gera. Græðgi og skammsýni geta tengst siðleysi en hún er ólæknandi. Mergurinn málsins er sá að hér er á ferðinni allt of stórt og mikilvægt mál til að það fari að stranda á óvarlegri orðnotkun þeirra sem helst hafa sig í frammi. Ábyrgð þeirra er því mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. Höfum eitt á hreinu. Umhverfismál og náttúruverndarmál eru án nokkurs vafa allra stærstu hagsmunamál mannkyns og fyrir þeim verður að berjast á mörgum vígstöðvum til að koma í veg fyrir áframhaldandi helför. Það þýðir að við verðum að finna nýja mælikvarða á lífsgæði í stað hagvaxtar og neysluhyggju. Innan 40 ára telja færustu vísindamenn heims að tilvistargrunni 800 milljóna manna hafi verið kippt undan þeim ef ekki tekst að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ísland hefur bæði sögulegt tækifæri og skyldur til að móta nýja stefnu sem verði til fyrirmyndar. Við megum ekki láta þá sem eru skilningslausir á kall tímans ráða förinni áfram. Þetta er geðheilbrigðismál. Það leikur lítill vafi á því að auknar geðraskanir á Vesturlöndum tengjast tilvistarkreppu og innan-tómri neysluhyggju. Geðsjúkdómum hefur verið lýst sem plágu 21. aldarinnar en því er hægt að snúa við með lífsstílsbreytingum og með því að líf fólks öðlist nýtt inntak og merkingu. Í umræðum um þessi mál er engin ástæða til að nota orð eins og geðveiki og vangefni um þá sem enn hafa ekki áttað sig á nauðsyn róttækra breytinga. Ég er með geðsjúkdóm og því hef ég stundum verið geðveikur. Gerir það mig að virkjana- og stóriðjusinna? Auðvitað ekki. Sennilega hef ég aldrei verið jafn viðkvæmur fyrir meðferð okkar á náttúrunni en einmitt þegar ég hef verið veikur. Þessi orðnotkun er því móðgun við mig og fjölmarga aðra. Það að vera veruleikafirrtur og með ranghugmyndir þarf í sjálfu sér ekkert að hafa með geðveiki, hvað þá vangefni, að gera. Græðgi og skammsýni geta tengst siðleysi en hún er ólæknandi. Mergurinn málsins er sá að hér er á ferðinni allt of stórt og mikilvægt mál til að það fari að stranda á óvarlegri orðnotkun þeirra sem helst hafa sig í frammi. Ábyrgð þeirra er því mikil.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun