Facebook kostar danska vinnuveitendur 250 milljarða 16. mars 2010 08:34 Danir nota hina vinsælu vefsíðu Facebook það mikið í vinnu sinni að það kostar danska vinnuveitendur 11 milljarða danskra kr. eða um 250 milljarða kr. á hverju ári í glötuðum vinnustundum.Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum danska viðskiptaráðsins (Dansk Erhverv) en fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Danir eru í hópi þriggja landa í heiminum þar sem meirihluti þjóðarinnar notar Facebook. Ísland er einnig í þeim hópi.Meðal þess sem fram kom í rannsókninni var að aðeins 7,8% af dönskum Facebooknotendum hafa gagn af vefsíðunni í starfi sínum það er viðskiptavini og viðskiptasambönd.Charlotte Vester einn framkvæmdastjóra Dansk Erhverv segir að Facebook notkun á vinnustað sé vissulega vandamál. „Það kom okkur hinsvegar á óvart hve útbreidd hún er," segir Vester. „Þetta kemur niður á framleiðslunni og getur dregið úr samkeppnishæfni."Anders Colding-Jörgensen sálfræðingur segir að það geti verið starfsmönnum til góða ef vinnuveitendur takmarki notkun Facebook meðal starfsmanna sinna. Facebook skapi fíkn hjá sumum og sé mikill tímaþjófur.Peter Grönne hjá veffyrirtækinu Dwarf, sem vann að rannsókninni, segir að bann við notkun Facebook sé kannski ekki rétta svarið við vandamálinu. Hinsvegar megi takmarka notkunin til dæmis með því að tölvupóstur tengdur vinnu viðkomandi sé ekki notaður á Facebook. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Danir nota hina vinsælu vefsíðu Facebook það mikið í vinnu sinni að það kostar danska vinnuveitendur 11 milljarða danskra kr. eða um 250 milljarða kr. á hverju ári í glötuðum vinnustundum.Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum danska viðskiptaráðsins (Dansk Erhverv) en fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen. Danir eru í hópi þriggja landa í heiminum þar sem meirihluti þjóðarinnar notar Facebook. Ísland er einnig í þeim hópi.Meðal þess sem fram kom í rannsókninni var að aðeins 7,8% af dönskum Facebooknotendum hafa gagn af vefsíðunni í starfi sínum það er viðskiptavini og viðskiptasambönd.Charlotte Vester einn framkvæmdastjóra Dansk Erhverv segir að Facebook notkun á vinnustað sé vissulega vandamál. „Það kom okkur hinsvegar á óvart hve útbreidd hún er," segir Vester. „Þetta kemur niður á framleiðslunni og getur dregið úr samkeppnishæfni."Anders Colding-Jörgensen sálfræðingur segir að það geti verið starfsmönnum til góða ef vinnuveitendur takmarki notkun Facebook meðal starfsmanna sinna. Facebook skapi fíkn hjá sumum og sé mikill tímaþjófur.Peter Grönne hjá veffyrirtækinu Dwarf, sem vann að rannsókninni, segir að bann við notkun Facebook sé kannski ekki rétta svarið við vandamálinu. Hinsvegar megi takmarka notkunin til dæmis með því að tölvupóstur tengdur vinnu viðkomandi sé ekki notaður á Facebook.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira