Evran veikist áfram, skuldatryggingaálag hækkar 25. nóvember 2010 11:15 Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem gjarnan eru nefnd í þessu samhengi eru Spánn og Portúgal. Hafa markaðsaðilar áhyggjur af því að þessi ríki séu næst í röðinni og munu þá líkt og Grikkland og Írland falla í valinn fyrir fjármálakreppunni og í kjölfarið óska eftir neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:30) kostar evran 1,333 Bandaríkjadali sem er lægsta gildi evru/dollar krossins í tvo mánuði. Á sama tíma hefur skuldatryggingarálag á ríki Vestur Evrópu rokið upp. Í lok dags í gær stóð meðaláhættuálagið til fimm ára á þessi ríki í 203 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni, en það fór fyrst yfir 200 punktana í fyrradag eftir að hafa verið undir því gildi síðan í mars á síðasta ári. Álagið á Grikkland hefur þó eitthvað komið til baka og var undir 1.000 punkta múrnum í lok dags í gær, eða 982 punktar (9,82%). Álagið á írska ríkið og hið portúgalska er jafnframt enn nálægt sínum hæstu gildum og stóð álagið á hið fyrrnefnda í 580 punktum í gær en álag hins síðarnefnda í 481 punktum. Skuldatryggingaálagið á Spán stóð í 295 punktum í gær en það fór í fyrsta sinn yfir 300 punkta í fyrradag og er því augljóslega í hæstu hæðum sögulega séð um þessar mundir. „Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu daga enda skipast skjótt veður í lofti á mörkuðum og er aldrei vita nema þessi þróun sem verið hefur undanfarna daga snúist upp í andhverfu sína," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem gjarnan eru nefnd í þessu samhengi eru Spánn og Portúgal. Hafa markaðsaðilar áhyggjur af því að þessi ríki séu næst í röðinni og munu þá líkt og Grikkland og Írland falla í valinn fyrir fjármálakreppunni og í kjölfarið óska eftir neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:30) kostar evran 1,333 Bandaríkjadali sem er lægsta gildi evru/dollar krossins í tvo mánuði. Á sama tíma hefur skuldatryggingarálag á ríki Vestur Evrópu rokið upp. Í lok dags í gær stóð meðaláhættuálagið til fimm ára á þessi ríki í 203 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni, en það fór fyrst yfir 200 punktana í fyrradag eftir að hafa verið undir því gildi síðan í mars á síðasta ári. Álagið á Grikkland hefur þó eitthvað komið til baka og var undir 1.000 punkta múrnum í lok dags í gær, eða 982 punktar (9,82%). Álagið á írska ríkið og hið portúgalska er jafnframt enn nálægt sínum hæstu gildum og stóð álagið á hið fyrrnefnda í 580 punktum í gær en álag hins síðarnefnda í 481 punktum. Skuldatryggingaálagið á Spán stóð í 295 punktum í gær en það fór í fyrsta sinn yfir 300 punkta í fyrradag og er því augljóslega í hæstu hæðum sögulega séð um þessar mundir. „Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu daga enda skipast skjótt veður í lofti á mörkuðum og er aldrei vita nema þessi þróun sem verið hefur undanfarna daga snúist upp í andhverfu sína," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira