Umfjöllun: Grindjánar skotnir í sumarfrí Henry Birgir Gunnarsson í Fjárhúsinu skrifar 29. mars 2010 19:39 Það var ekkert gefið eftir í Hólminum í kvöld. Mynd/Daníel Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar mættu gríðarlega grimmir til leiks enda með bakið upp við vegginn. Tap var sama og sumarfrí. Darrell Flake og Páll Axel fundu sig strax vel og öll skot liðsins fóru ofan í körfuna. Grindvíkingar klikkuðu ekki á skoti fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Grindavík komst í 5-13 en þá var eins og það væri ýtt á takka því leikmenn liðsins urðu allt í einu ískaldir. Snæfell nýtti sér það með 13-5 kafla, sigldi fram úr en Grindavík skoraði síðustu körfu síðasta leikhluta og leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Snæfell tók frumkvæðið strax í upphafi annars leikhluta en bæði lið spiluðu afar hraðan körfubolta og það var mikið skorað. Páll Axel var að spila vel fyrir Grindavík sem var ánægjulegt fyrir gestina enda hefur Páll oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í stóru leikjunum. Sean Burton datt í stuð og fór að raða niður svakalegum þriggja stiga körfum fyrir Snæfell. Páll Axel kórónaði frábæran fyrri hálfleik hjá sér með magnaðri þriggja stiga körfu er leiktíminn rann út. 55-57 í hálfleik og Páll Axel kominn með 22 stig. Flake var með 13 og Brenton 12. Hjá Snæfell var Hlynur atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 12 stig og 6 fráköst. Burton og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir 11 stig. Liðin slógu ekkert af í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að spila afar hraðan bolta. Jón Ólafur datt í stuð hjá Snæfell sem náði átta stiga forskoti, 77-69, og þá greip Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í taumana og tók leikhlé. Það hlé skilaði litlu því Snæfell hélt áfram að hitta mjög vel. Snæfell vann leikhlutann 34-18 og leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 14 stigum, 89-75. Grindavík byrjaði lokaleikhlutann vel og saxaði hratt á forskot heimamanna sem voru í stökustu vandræðum í sókninni. 89-83 og leikurinn að opnast aftur. Ingi Þór tók þá leikhlé hjá Snæfelli, róaði sína menn og það reyndist afar góð ákvörðun. Snæfell kom út á völlinn aftur, fór að spila sinn leik og náði 15 stiga forskoti, 100-85, þegar fimm mínútur voru eftir. Þriggja stiga hittni Snæfells var í ruglinu og það fór bókstaflega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna hjá þeim. Við því átti Grindavík ekkert svar. 108-85 þegar þrjár og hálf var eftir. Stuðningsmenn Snæfells skemmtu sér það sem eftir var við að stríða Grindvíkingum enda var sigurinn þeirra, 110-93.Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57)Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 fráköst), Brenton Joe Birmingham 12 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðsendingar), Þorleifur Ólafsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar mættu gríðarlega grimmir til leiks enda með bakið upp við vegginn. Tap var sama og sumarfrí. Darrell Flake og Páll Axel fundu sig strax vel og öll skot liðsins fóru ofan í körfuna. Grindvíkingar klikkuðu ekki á skoti fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Grindavík komst í 5-13 en þá var eins og það væri ýtt á takka því leikmenn liðsins urðu allt í einu ískaldir. Snæfell nýtti sér það með 13-5 kafla, sigldi fram úr en Grindavík skoraði síðustu körfu síðasta leikhluta og leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Snæfell tók frumkvæðið strax í upphafi annars leikhluta en bæði lið spiluðu afar hraðan körfubolta og það var mikið skorað. Páll Axel var að spila vel fyrir Grindavík sem var ánægjulegt fyrir gestina enda hefur Páll oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í stóru leikjunum. Sean Burton datt í stuð og fór að raða niður svakalegum þriggja stiga körfum fyrir Snæfell. Páll Axel kórónaði frábæran fyrri hálfleik hjá sér með magnaðri þriggja stiga körfu er leiktíminn rann út. 55-57 í hálfleik og Páll Axel kominn með 22 stig. Flake var með 13 og Brenton 12. Hjá Snæfell var Hlynur atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 12 stig og 6 fráköst. Burton og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir 11 stig. Liðin slógu ekkert af í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að spila afar hraðan bolta. Jón Ólafur datt í stuð hjá Snæfell sem náði átta stiga forskoti, 77-69, og þá greip Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í taumana og tók leikhlé. Það hlé skilaði litlu því Snæfell hélt áfram að hitta mjög vel. Snæfell vann leikhlutann 34-18 og leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 14 stigum, 89-75. Grindavík byrjaði lokaleikhlutann vel og saxaði hratt á forskot heimamanna sem voru í stökustu vandræðum í sókninni. 89-83 og leikurinn að opnast aftur. Ingi Þór tók þá leikhlé hjá Snæfelli, róaði sína menn og það reyndist afar góð ákvörðun. Snæfell kom út á völlinn aftur, fór að spila sinn leik og náði 15 stiga forskoti, 100-85, þegar fimm mínútur voru eftir. Þriggja stiga hittni Snæfells var í ruglinu og það fór bókstaflega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna hjá þeim. Við því átti Grindavík ekkert svar. 108-85 þegar þrjár og hálf var eftir. Stuðningsmenn Snæfells skemmtu sér það sem eftir var við að stríða Grindvíkingum enda var sigurinn þeirra, 110-93.Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57)Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 fráköst), Brenton Joe Birmingham 12 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðsendingar), Þorleifur Ólafsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira