Umfjöllun: Grindjánar skotnir í sumarfrí Henry Birgir Gunnarsson í Fjárhúsinu skrifar 29. mars 2010 19:39 Það var ekkert gefið eftir í Hólminum í kvöld. Mynd/Daníel Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar mættu gríðarlega grimmir til leiks enda með bakið upp við vegginn. Tap var sama og sumarfrí. Darrell Flake og Páll Axel fundu sig strax vel og öll skot liðsins fóru ofan í körfuna. Grindvíkingar klikkuðu ekki á skoti fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Grindavík komst í 5-13 en þá var eins og það væri ýtt á takka því leikmenn liðsins urðu allt í einu ískaldir. Snæfell nýtti sér það með 13-5 kafla, sigldi fram úr en Grindavík skoraði síðustu körfu síðasta leikhluta og leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Snæfell tók frumkvæðið strax í upphafi annars leikhluta en bæði lið spiluðu afar hraðan körfubolta og það var mikið skorað. Páll Axel var að spila vel fyrir Grindavík sem var ánægjulegt fyrir gestina enda hefur Páll oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í stóru leikjunum. Sean Burton datt í stuð og fór að raða niður svakalegum þriggja stiga körfum fyrir Snæfell. Páll Axel kórónaði frábæran fyrri hálfleik hjá sér með magnaðri þriggja stiga körfu er leiktíminn rann út. 55-57 í hálfleik og Páll Axel kominn með 22 stig. Flake var með 13 og Brenton 12. Hjá Snæfell var Hlynur atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 12 stig og 6 fráköst. Burton og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir 11 stig. Liðin slógu ekkert af í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að spila afar hraðan bolta. Jón Ólafur datt í stuð hjá Snæfell sem náði átta stiga forskoti, 77-69, og þá greip Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í taumana og tók leikhlé. Það hlé skilaði litlu því Snæfell hélt áfram að hitta mjög vel. Snæfell vann leikhlutann 34-18 og leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 14 stigum, 89-75. Grindavík byrjaði lokaleikhlutann vel og saxaði hratt á forskot heimamanna sem voru í stökustu vandræðum í sókninni. 89-83 og leikurinn að opnast aftur. Ingi Þór tók þá leikhlé hjá Snæfelli, róaði sína menn og það reyndist afar góð ákvörðun. Snæfell kom út á völlinn aftur, fór að spila sinn leik og náði 15 stiga forskoti, 100-85, þegar fimm mínútur voru eftir. Þriggja stiga hittni Snæfells var í ruglinu og það fór bókstaflega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna hjá þeim. Við því átti Grindavík ekkert svar. 108-85 þegar þrjár og hálf var eftir. Stuðningsmenn Snæfells skemmtu sér það sem eftir var við að stríða Grindvíkingum enda var sigurinn þeirra, 110-93.Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57)Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 fráköst), Brenton Joe Birmingham 12 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðsendingar), Þorleifur Ólafsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar mættu gríðarlega grimmir til leiks enda með bakið upp við vegginn. Tap var sama og sumarfrí. Darrell Flake og Páll Axel fundu sig strax vel og öll skot liðsins fóru ofan í körfuna. Grindvíkingar klikkuðu ekki á skoti fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Grindavík komst í 5-13 en þá var eins og það væri ýtt á takka því leikmenn liðsins urðu allt í einu ískaldir. Snæfell nýtti sér það með 13-5 kafla, sigldi fram úr en Grindavík skoraði síðustu körfu síðasta leikhluta og leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Snæfell tók frumkvæðið strax í upphafi annars leikhluta en bæði lið spiluðu afar hraðan körfubolta og það var mikið skorað. Páll Axel var að spila vel fyrir Grindavík sem var ánægjulegt fyrir gestina enda hefur Páll oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í stóru leikjunum. Sean Burton datt í stuð og fór að raða niður svakalegum þriggja stiga körfum fyrir Snæfell. Páll Axel kórónaði frábæran fyrri hálfleik hjá sér með magnaðri þriggja stiga körfu er leiktíminn rann út. 55-57 í hálfleik og Páll Axel kominn með 22 stig. Flake var með 13 og Brenton 12. Hjá Snæfell var Hlynur atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 12 stig og 6 fráköst. Burton og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir 11 stig. Liðin slógu ekkert af í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að spila afar hraðan bolta. Jón Ólafur datt í stuð hjá Snæfell sem náði átta stiga forskoti, 77-69, og þá greip Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í taumana og tók leikhlé. Það hlé skilaði litlu því Snæfell hélt áfram að hitta mjög vel. Snæfell vann leikhlutann 34-18 og leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 14 stigum, 89-75. Grindavík byrjaði lokaleikhlutann vel og saxaði hratt á forskot heimamanna sem voru í stökustu vandræðum í sókninni. 89-83 og leikurinn að opnast aftur. Ingi Þór tók þá leikhlé hjá Snæfelli, róaði sína menn og það reyndist afar góð ákvörðun. Snæfell kom út á völlinn aftur, fór að spila sinn leik og náði 15 stiga forskoti, 100-85, þegar fimm mínútur voru eftir. Þriggja stiga hittni Snæfells var í ruglinu og það fór bókstaflega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna hjá þeim. Við því átti Grindavík ekkert svar. 108-85 þegar þrjár og hálf var eftir. Stuðningsmenn Snæfells skemmtu sér það sem eftir var við að stríða Grindvíkingum enda var sigurinn þeirra, 110-93.Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57)Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 fráköst), Brenton Joe Birmingham 12 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðsendingar), Þorleifur Ólafsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira