Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann 15. september 2010 08:11 Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir.Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu Börsen í dag segir að bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, muni taka ákveða hverjir fái að kaupa FIH bankann og geti því komið í veg fyrir val skilanefndar Kaupþings á kaupandanum.Þetta vald fékk bankaumsýslan þegar hún veitti FIH bankanum ríkisábyrgð fyrir allt að 50 milljörðum danskra kr. í tengslum við svokallaðann Bankpakke II sem var aðstoð danskra stjórnvalda til bankakerfis landsins vegna fjármálakreppunnar.Frestur til að skila inn lokatilboðum í FIH bankann rennur út á morgun, 16. september, en það var Finansiel Stabilitet sem ákvað þann frest.Börsen segir að dönsk stjórnvöld vilji ekki taka áhættuna af því að taugaveiklaðir viðskiptavinir FIH bankans geri áhlaup á hann og taki fé sitt út úr bankanum. Því eigi nýr og fjársterkur aðili að vera orðinn eigandi bankans fyrir 1. október n.k.Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að allt að 120 milljarðar kr. fáist fyrir FIH bankann en Seðlabanki Íslands á allsherjarveð í bankanum upp á um 75 milljarða kr. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir.Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu Börsen í dag segir að bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, muni taka ákveða hverjir fái að kaupa FIH bankann og geti því komið í veg fyrir val skilanefndar Kaupþings á kaupandanum.Þetta vald fékk bankaumsýslan þegar hún veitti FIH bankanum ríkisábyrgð fyrir allt að 50 milljörðum danskra kr. í tengslum við svokallaðann Bankpakke II sem var aðstoð danskra stjórnvalda til bankakerfis landsins vegna fjármálakreppunnar.Frestur til að skila inn lokatilboðum í FIH bankann rennur út á morgun, 16. september, en það var Finansiel Stabilitet sem ákvað þann frest.Börsen segir að dönsk stjórnvöld vilji ekki taka áhættuna af því að taugaveiklaðir viðskiptavinir FIH bankans geri áhlaup á hann og taki fé sitt út úr bankanum. Því eigi nýr og fjársterkur aðili að vera orðinn eigandi bankans fyrir 1. október n.k.Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að allt að 120 milljarðar kr. fáist fyrir FIH bankann en Seðlabanki Íslands á allsherjarveð í bankanum upp á um 75 milljarða kr.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira