ESB og lýðræðið Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar 15. júlí 2010 06:00 Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirrar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reigingslegs þjóðarmetnaðar"? Nei, vegna þess að málið snerist þá - og gerir enn - ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubúskapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipunum frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um - og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirrar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reigingslegs þjóðarmetnaðar"? Nei, vegna þess að málið snerist þá - og gerir enn - ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubúskapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipunum frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um - og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun