IKEA í stórsókn á danska markaðinum 2. febrúar 2010 08:15 Sænski húsgagnarisinn IKEA er í stórsókn í Danmörku og hefur náð til sín fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilum sínum á danska markaðinum. IKEA hyggur á frekari vöxt á þessum markaði og ætlar að nýta sér kreppuna til að stinga lengra af frá keppinautum sínum.Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um málið í Jyllands Posten. Þar segir að IKEA hafi þegar náð 28% hlutdeild á danska markaðinum og sú hlutdeild á að aukast í ár.Húsgagnasala í heild dróst saman um 20% á síðasta ári í Danmörku. IKEA náði hinsvegar að auka sölu sína á árinu um litlar 5 miljónir danskra kr. og endaði hún í heild í 2,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 48 milljörðum kr.Håkan Svedman forstjóri IKEA í Danmörku segir að áætlanir þeirra geri ráð fyrir að salan muni aukast um 15% á þessu ári. „Við áttum gott ár í fyrra og það styrkir okkur í trúnni að hægt sé að ná þessari söluaukningu í ár," segir Svedman.IKEA opnaði stórt vöruhús í Óðinsvéum í nóvember s.l. og ætlar að opna annað slíkt í Álaborg í næsta mánuði. Þar með rekur IKEA fimm stór vöruhús í landinu og Svedman telur að það sé pláss fyrir það sjötta. Hann segir slíkt nú til skoðunnar hjá IKEA. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sænski húsgagnarisinn IKEA er í stórsókn í Danmörku og hefur náð til sín fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilum sínum á danska markaðinum. IKEA hyggur á frekari vöxt á þessum markaði og ætlar að nýta sér kreppuna til að stinga lengra af frá keppinautum sínum.Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um málið í Jyllands Posten. Þar segir að IKEA hafi þegar náð 28% hlutdeild á danska markaðinum og sú hlutdeild á að aukast í ár.Húsgagnasala í heild dróst saman um 20% á síðasta ári í Danmörku. IKEA náði hinsvegar að auka sölu sína á árinu um litlar 5 miljónir danskra kr. og endaði hún í heild í 2,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 48 milljörðum kr.Håkan Svedman forstjóri IKEA í Danmörku segir að áætlanir þeirra geri ráð fyrir að salan muni aukast um 15% á þessu ári. „Við áttum gott ár í fyrra og það styrkir okkur í trúnni að hægt sé að ná þessari söluaukningu í ár," segir Svedman.IKEA opnaði stórt vöruhús í Óðinsvéum í nóvember s.l. og ætlar að opna annað slíkt í Álaborg í næsta mánuði. Þar með rekur IKEA fimm stór vöruhús í landinu og Svedman telur að það sé pláss fyrir það sjötta. Hann segir slíkt nú til skoðunnar hjá IKEA.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent