IKEA í stórsókn á danska markaðinum 2. febrúar 2010 08:15 Sænski húsgagnarisinn IKEA er í stórsókn í Danmörku og hefur náð til sín fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilum sínum á danska markaðinum. IKEA hyggur á frekari vöxt á þessum markaði og ætlar að nýta sér kreppuna til að stinga lengra af frá keppinautum sínum.Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um málið í Jyllands Posten. Þar segir að IKEA hafi þegar náð 28% hlutdeild á danska markaðinum og sú hlutdeild á að aukast í ár.Húsgagnasala í heild dróst saman um 20% á síðasta ári í Danmörku. IKEA náði hinsvegar að auka sölu sína á árinu um litlar 5 miljónir danskra kr. og endaði hún í heild í 2,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 48 milljörðum kr.Håkan Svedman forstjóri IKEA í Danmörku segir að áætlanir þeirra geri ráð fyrir að salan muni aukast um 15% á þessu ári. „Við áttum gott ár í fyrra og það styrkir okkur í trúnni að hægt sé að ná þessari söluaukningu í ár," segir Svedman.IKEA opnaði stórt vöruhús í Óðinsvéum í nóvember s.l. og ætlar að opna annað slíkt í Álaborg í næsta mánuði. Þar með rekur IKEA fimm stór vöruhús í landinu og Svedman telur að það sé pláss fyrir það sjötta. Hann segir slíkt nú til skoðunnar hjá IKEA. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sænski húsgagnarisinn IKEA er í stórsókn í Danmörku og hefur náð til sín fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilum sínum á danska markaðinum. IKEA hyggur á frekari vöxt á þessum markaði og ætlar að nýta sér kreppuna til að stinga lengra af frá keppinautum sínum.Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um málið í Jyllands Posten. Þar segir að IKEA hafi þegar náð 28% hlutdeild á danska markaðinum og sú hlutdeild á að aukast í ár.Húsgagnasala í heild dróst saman um 20% á síðasta ári í Danmörku. IKEA náði hinsvegar að auka sölu sína á árinu um litlar 5 miljónir danskra kr. og endaði hún í heild í 2,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 48 milljörðum kr.Håkan Svedman forstjóri IKEA í Danmörku segir að áætlanir þeirra geri ráð fyrir að salan muni aukast um 15% á þessu ári. „Við áttum gott ár í fyrra og það styrkir okkur í trúnni að hægt sé að ná þessari söluaukningu í ár," segir Svedman.IKEA opnaði stórt vöruhús í Óðinsvéum í nóvember s.l. og ætlar að opna annað slíkt í Álaborg í næsta mánuði. Þar með rekur IKEA fimm stór vöruhús í landinu og Svedman telur að það sé pláss fyrir það sjötta. Hann segir slíkt nú til skoðunnar hjá IKEA.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira