Breytingar innanfrá betri en kynjakvóti magnusl@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 03:00 Katrín Helga Hallgrímsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti jafnréttisstefnu á landsfundi sínum um helgina. Hart var tekist á um stefnuna á fundinum og tók hún ýmsum breytingum. Samkvæmt stefnunni er það markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, aldri, trú og stöðu. Hart var tekist á um stefnuna á landsfundinum og tók hún þó nokkrum breytingum frá upphaflegum drögum. „Ég er mjög ánægð með það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í fyrsta sinn sett fram jafnréttisstefnu, að sjálfsögðu,“ sagði Katrín Helga Hallgrímsdóttir, sem leiddi starf vinnuhópsins sem bjó til þau drög að jafnréttisstefnu sem lögð voru fyrir landsfundinn. „Að því er ég best veit erum við fyrsti flokkurinn, sennilega á Íslandi og ef ekki þá fyrsti hægri flokkurinn á Norðurlöndunum til þess að setja sér jafnréttisstefnu. Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir flokkinn, innra starf hans og flokksmenn, að vita að þetta séu áherslurnar sem flokkurinn vill hafa að leiðarljósi í sínu starfi.“ Í greinargerð sem fylgir jafnréttisstefnunni kemur fram að með því að setja sér jafnréttisstefnu horfist Sjálfstæðisflokkurinn í augu við það að staða kvenna og karla í flokkum sé ekki jöfn. Að auki er þar tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að markmiðum um jafna stöðu karla og kvenna verði náð með kynjakvótum og auk þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji að raunverulegum breytingum í þessum efnum verði ekki náð nema með breytingum innan frá. Skiptar skoðanir voru um efni stefnunnar á landsfundinum og tóku sjö konur og fjórir karlar til máls í umræðum um hana. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sagði drögin sem lögð voru fyrir fundinn hófleg en Ólafur Hannesson landsfundarfulltrúi reif blað sem drögin voru prentuð á og lýsti þannig skoðun sinni á þeim. Lagðar voru fram þó nokkrar breytingartillögur og voru sumar þeirra samþykktar. Spurð um þær breytingar sem urðu á stefnunni sagði Katrín Helga: „Auðvitað hefði ég frekar viljað sjá stefnuna fara óbreytta í gegn en ég átti svo sem ekki von á því,“ og bætti því síðan við að hún hefði viljað sjá stefnuna afdráttarlausari í sambandi við jafnrétti kynjanna. Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti jafnréttisstefnu á landsfundi sínum um helgina. Hart var tekist á um stefnuna á fundinum og tók hún ýmsum breytingum. Samkvæmt stefnunni er það markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, aldri, trú og stöðu. Hart var tekist á um stefnuna á landsfundinum og tók hún þó nokkrum breytingum frá upphaflegum drögum. „Ég er mjög ánægð með það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í fyrsta sinn sett fram jafnréttisstefnu, að sjálfsögðu,“ sagði Katrín Helga Hallgrímsdóttir, sem leiddi starf vinnuhópsins sem bjó til þau drög að jafnréttisstefnu sem lögð voru fyrir landsfundinn. „Að því er ég best veit erum við fyrsti flokkurinn, sennilega á Íslandi og ef ekki þá fyrsti hægri flokkurinn á Norðurlöndunum til þess að setja sér jafnréttisstefnu. Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir flokkinn, innra starf hans og flokksmenn, að vita að þetta séu áherslurnar sem flokkurinn vill hafa að leiðarljósi í sínu starfi.“ Í greinargerð sem fylgir jafnréttisstefnunni kemur fram að með því að setja sér jafnréttisstefnu horfist Sjálfstæðisflokkurinn í augu við það að staða kvenna og karla í flokkum sé ekki jöfn. Að auki er þar tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að markmiðum um jafna stöðu karla og kvenna verði náð með kynjakvótum og auk þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji að raunverulegum breytingum í þessum efnum verði ekki náð nema með breytingum innan frá. Skiptar skoðanir voru um efni stefnunnar á landsfundinum og tóku sjö konur og fjórir karlar til máls í umræðum um hana. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sagði drögin sem lögð voru fyrir fundinn hófleg en Ólafur Hannesson landsfundarfulltrúi reif blað sem drögin voru prentuð á og lýsti þannig skoðun sinni á þeim. Lagðar voru fram þó nokkrar breytingartillögur og voru sumar þeirra samþykktar. Spurð um þær breytingar sem urðu á stefnunni sagði Katrín Helga: „Auðvitað hefði ég frekar viljað sjá stefnuna fara óbreytta í gegn en ég átti svo sem ekki von á því,“ og bætti því síðan við að hún hefði viljað sjá stefnuna afdráttarlausari í sambandi við jafnrétti kynjanna.
Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira