Balotelli grýtti treyjunni í grasið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2010 22:45 Mario Balotelli rífst hér við stuðningsmenn Inter í kvöld. Nordic Photos / AFP Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Balotelli kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins gerði hann mistök þegar Inter komst í skyndisókn og fékk hann að kenna á því hjá stuðningsmönnum liðsins. Balotelli brást hinn versti við og sendi stuðningsmönnum tóninn til baka. Eftir leikinn grýtti hann svo treyjunni sinni í grasið og lét öllum illum látum. Aðrir leikmenn blönduðu sér í málið og gekk Marco Materazzi hvað lengst. Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Inter, sagði að Materazzi hefði ráðist á Balotelli í göngunum eftir leik. „Ég sá að Materazzi réðst á hann og ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leik. „Sjálfur hefði ég látið Mario í friði. En ef Materazzi hefði ráðist á mig með þessum hætti hefði ég látið hnefana tala." „Materazzi var að skapa alls kyns usla í stað þess að fagna góðum sigri ákvað hann að elta uppi tvítugan strák og úthúða honum." Undir kvöldið var svo greint frá því að stuðningsmenn hefðu veist að Balotelli á bílastæðinu fyrir utan San Siro í kvöld. Öryggisverðir urðu að koma honum til bjargar. Dejan Stankovic hefur sjálfur lent í útistöðum við stuðningsmenn Inter og sagði að sín viðbrögð hefðu verið röng á sínum tíma, rétt eins og hjá Balotelli nú. „Við þurfum að skilja hvað er hann er að hugsa. Hann er að haga sér eins og barn. En ég er viss um að hann getur lagað þetta. En hann verður að haga sér skynsamlega," sagði Stankovic. Jose Mourinho, stjóri Inter, var nýbúinn að taka Balotelli aftur í sátt eftir að hafa sett hann út í kuldann fyrr í vetur. Þá hafði hann til að mynda klæðst treyju erkifjendanna í AC Milan í ítölskum sjónvarpsþætti. Það má búast við því að Mourinho og forráðamenn Inter muni refsa Balotelli vegna þess sem gerðist í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Balotelli kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins gerði hann mistök þegar Inter komst í skyndisókn og fékk hann að kenna á því hjá stuðningsmönnum liðsins. Balotelli brást hinn versti við og sendi stuðningsmönnum tóninn til baka. Eftir leikinn grýtti hann svo treyjunni sinni í grasið og lét öllum illum látum. Aðrir leikmenn blönduðu sér í málið og gekk Marco Materazzi hvað lengst. Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Inter, sagði að Materazzi hefði ráðist á Balotelli í göngunum eftir leik. „Ég sá að Materazzi réðst á hann og ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leik. „Sjálfur hefði ég látið Mario í friði. En ef Materazzi hefði ráðist á mig með þessum hætti hefði ég látið hnefana tala." „Materazzi var að skapa alls kyns usla í stað þess að fagna góðum sigri ákvað hann að elta uppi tvítugan strák og úthúða honum." Undir kvöldið var svo greint frá því að stuðningsmenn hefðu veist að Balotelli á bílastæðinu fyrir utan San Siro í kvöld. Öryggisverðir urðu að koma honum til bjargar. Dejan Stankovic hefur sjálfur lent í útistöðum við stuðningsmenn Inter og sagði að sín viðbrögð hefðu verið röng á sínum tíma, rétt eins og hjá Balotelli nú. „Við þurfum að skilja hvað er hann er að hugsa. Hann er að haga sér eins og barn. En ég er viss um að hann getur lagað þetta. En hann verður að haga sér skynsamlega," sagði Stankovic. Jose Mourinho, stjóri Inter, var nýbúinn að taka Balotelli aftur í sátt eftir að hafa sett hann út í kuldann fyrr í vetur. Þá hafði hann til að mynda klæðst treyju erkifjendanna í AC Milan í ítölskum sjónvarpsþætti. Það má búast við því að Mourinho og forráðamenn Inter muni refsa Balotelli vegna þess sem gerðist í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira