Sænskum bönkum blæðir út í Eystrasaltslöndunum 2. febrúar 2010 10:34 Samkvæmt útreikningum Riksbanken það er sænska seðlabankans munu sænsku bankarnir SEB, Swedbank og Nordea tapa 120 milljörðum sænskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. í Eystrasaltslöndunum samanlagt árin 2009 og 2010.Þetta kom fram í máli Stefan Ingves seðlabankastjóra Svíþjóðar á fundi með fjárlaganefnd sænska þingsins í morgun. Af þessari upphæð munu SEB og Swedbank tapa um 80% eða 96 milljörðum sænskra kr.Stefan Ingves segir að þessir útreikningar sýni að kreppunni sé ekki lokið hvað sænsku bankana varðar, einkum þá sem eru með mikla lánaáhættu í Eystrasaltslöndunum. „Við sjáum að þessi lönd eru enn í kreppu með mikið og vaxandi atvinnuleysi og mikinn samdrátt í landsframleiðslu, neyslu og fjárfestingum," segir Ingves.Ennfremur segir Ingves að þessi þróun þýði að æ fleiri geti ekki borgað af lánum sínum. „Það hefur í för með sér að bankarnir, bæði innlendir og erlendir, verða að afskrifa meira og það mun sjást í ársfjórðungsuppgjörum SEB og Swedbank," segir Ingves.Ingves segir að á móti þessum neikvæðu fréttum komi svo að botninum í kreppunni virðist nú náð í framangreindum löndum eða honum verði náð í náinni framtíð. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samkvæmt útreikningum Riksbanken það er sænska seðlabankans munu sænsku bankarnir SEB, Swedbank og Nordea tapa 120 milljörðum sænskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. í Eystrasaltslöndunum samanlagt árin 2009 og 2010.Þetta kom fram í máli Stefan Ingves seðlabankastjóra Svíþjóðar á fundi með fjárlaganefnd sænska þingsins í morgun. Af þessari upphæð munu SEB og Swedbank tapa um 80% eða 96 milljörðum sænskra kr.Stefan Ingves segir að þessir útreikningar sýni að kreppunni sé ekki lokið hvað sænsku bankana varðar, einkum þá sem eru með mikla lánaáhættu í Eystrasaltslöndunum. „Við sjáum að þessi lönd eru enn í kreppu með mikið og vaxandi atvinnuleysi og mikinn samdrátt í landsframleiðslu, neyslu og fjárfestingum," segir Ingves.Ennfremur segir Ingves að þessi þróun þýði að æ fleiri geti ekki borgað af lánum sínum. „Það hefur í för með sér að bankarnir, bæði innlendir og erlendir, verða að afskrifa meira og það mun sjást í ársfjórðungsuppgjörum SEB og Swedbank," segir Ingves.Ingves segir að á móti þessum neikvæðu fréttum komi svo að botninum í kreppunni virðist nú náð í framangreindum löndum eða honum verði náð í náinni framtíð.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira