Bretar og ESB á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar 13. desember 2010 10:29 Breska blaðið Indepentent segir í frétt í dag að Bretar og Evrópusambandið séu á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar vegna makríldeilunnar. Sumir séu þegar farnir að ræða um málið sem Þorskastríð númer tvö. Fram kemur í fréttinni að búist sé við að Evrópusambandið muni grípa til refsiaðgerða gegn Íslandi og Færeyjum vegna einhliða ákvörðunnar þessara þjóða um að taka sér stóraukinn makrílkvóta. Hótanir séu uppi um að setja innflutningsbann á þorsk, síld, ufsa, ýsu og makríl frá Íslandi og Færeyjum. Árleg fiskveiðiráðstefna Evrópusambandsins hefst í Brussel í dag þar sem makríldeilan verður m.a. í brennidepli. Richard Benyon umhverfis- og sjávarútvegsráðherra Bretlands segir í samtali við blaðið að skortur á samningi við Ísland og Færeyjar um makrílveiðarnar séu mikil ógn við stöðugleika stofnsins. Bretar séu að íhuga til hvaða aðgerða hægt sé að grípa til að Ísland og Færeyjar sjái skynsemina í því að semja um veiðarnar. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska blaðið Indepentent segir í frétt í dag að Bretar og Evrópusambandið séu á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar vegna makríldeilunnar. Sumir séu þegar farnir að ræða um málið sem Þorskastríð númer tvö. Fram kemur í fréttinni að búist sé við að Evrópusambandið muni grípa til refsiaðgerða gegn Íslandi og Færeyjum vegna einhliða ákvörðunnar þessara þjóða um að taka sér stóraukinn makrílkvóta. Hótanir séu uppi um að setja innflutningsbann á þorsk, síld, ufsa, ýsu og makríl frá Íslandi og Færeyjum. Árleg fiskveiðiráðstefna Evrópusambandsins hefst í Brussel í dag þar sem makríldeilan verður m.a. í brennidepli. Richard Benyon umhverfis- og sjávarútvegsráðherra Bretlands segir í samtali við blaðið að skortur á samningi við Ísland og Færeyjar um makrílveiðarnar séu mikil ógn við stöðugleika stofnsins. Bretar séu að íhuga til hvaða aðgerða hægt sé að grípa til að Ísland og Færeyjar sjái skynsemina í því að semja um veiðarnar.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira