Hasar í Kópavogi - Framsóknarskiltin eyðilögð 28. maí 2010 12:26 „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir kosningastjóri framsóknarmanna í Kópavogi. Mynd/Sigurjón Ólason Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína. „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Kópavogi, og bætir við að flokkurinn hafi sett upp 20 skilti. „Nánast öll skiltin hafa verið eyðilögð." Sigurjón harmar atvikið. Hann segir að skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu. Vitni hafi náð niður bílnúmeri hjá meintum skemmdarvörgum. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hverjir voru að verki. Við ætlum að hafa samband við lögregluna og fá þetta tjón bætt." Sigurjón segir að viðkomandi einstaklingar tengist stjórnmálaflokki í bænum. Hann vill þó ekki gefa upp um hvaða flokk hann eigi við. „Það verður að koma í ljós eftir að lögreglan er búin að skoða málið og tala við vitnið." „Þetta er tóm þvæla" Fyrr í dag sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG, í samtali við fréttastofu að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og vallarstjóri á Kópavogsvelli, hefði misnotað aðstöðu sína og tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára sagði að Kópavogsbær hefði auk þess hafnað beiðni Ómars um afnot af búkkunum. „Þetta er tóm þvæla. Ég sendi beiðni til Gunnars Guðmundssonar, íþróttafulltrúa, og bað um leyfi. Hann gaf leyfi fyrir afnot af þessum búkkum," segir Sigurjón. Ekkert óeðlilegt sé við það að framboðin í Kópavogi fái afnot af eigum bæjarins. „Okkar sjónarmið er að flokkarnir eru að allir að nota fánaborgir, húsnæði og annað í eigu bæjarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Kosningar 2010 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína. „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Kópavogi, og bætir við að flokkurinn hafi sett upp 20 skilti. „Nánast öll skiltin hafa verið eyðilögð." Sigurjón harmar atvikið. Hann segir að skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu. Vitni hafi náð niður bílnúmeri hjá meintum skemmdarvörgum. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hverjir voru að verki. Við ætlum að hafa samband við lögregluna og fá þetta tjón bætt." Sigurjón segir að viðkomandi einstaklingar tengist stjórnmálaflokki í bænum. Hann vill þó ekki gefa upp um hvaða flokk hann eigi við. „Það verður að koma í ljós eftir að lögreglan er búin að skoða málið og tala við vitnið." „Þetta er tóm þvæla" Fyrr í dag sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG, í samtali við fréttastofu að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og vallarstjóri á Kópavogsvelli, hefði misnotað aðstöðu sína og tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára sagði að Kópavogsbær hefði auk þess hafnað beiðni Ómars um afnot af búkkunum. „Þetta er tóm þvæla. Ég sendi beiðni til Gunnars Guðmundssonar, íþróttafulltrúa, og bað um leyfi. Hann gaf leyfi fyrir afnot af þessum búkkum," segir Sigurjón. Ekkert óeðlilegt sé við það að framboðin í Kópavogi fái afnot af eigum bæjarins. „Okkar sjónarmið er að flokkarnir eru að allir að nota fánaborgir, húsnæði og annað í eigu bæjarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri."
Kosningar 2010 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira