Menntun á umbrotatímum 25. febrúar 2010 06:00 Hvernig tryggjum við öfluga og heildstæða menntun á þeim umbrotatímum sem nú eru? Þessari spurningu standa allir frammi fyrir á hverjum degi sem lifa og hrærast í menntageiranum. Flest höfum við okkar eigin reynslu af menntakerfinu og skoðanir á þessu mikilvæga verkefni og jafnvel svör við mörgum brennandi spurningum en þurfum vettvang til að þróa þær frekar og koma þeim á framfæri. Þess vegna býður menntamálaráðuneytið til opinnar umræðu á Menntaþingi þann 5. mars nk. Á undarförnum árum hefur löggjöf um menntamál verið breytt þannig að segja má að allar meginstoðir menntakerfisins hafi verið teknar til endurskoðunar. Með nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og opinbera háskóla og einnig um kennaramenntun og námsgögn má fullyrða að mörkuð hafi verið ný menntastefna. Segja má að á örfáum árum hafi verið sett heildstæð löggjöf um menntakerfið allt. Um þessar mundir er unnið að innleiðingu hinnar nýju löggjafar með útgáfu reglugerða og þróun aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Á menntaþinginu verður gerð grein fyrir þessu starfi og kynntir grunnþættir nýrrar menntastefnu og meginviðmið náms og kennslu í skólakerfinu. Þessi tímamót leyfa okkur að spyrja róttækra spurninga um fyrirkomulag náms, s.s. hvort tímabært sé að endurskoða námstíma eða skil milli skólastiga. Aðrar spurningar sem velt verður upp tengjast þeim umbrotatímum sem við lifum og þurfum að laga okkur að, s.s. hvernig við tryggjum velferð í skólum hjá nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum á sama tíma og dregið er úr útgjöldum til skólamála. Þá skiptir líka máli að reyna að sjá fyrir sér sóknarfæri íslenska skólakerfisins og hvernig skólarnir geta tekið þátt í samfélagslegu uppbyggingarstarfi á Íslandi. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í umræðunni. Upplýsingar um Menntaþing má nálgast á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Hvernig tryggjum við öfluga og heildstæða menntun á þeim umbrotatímum sem nú eru? Þessari spurningu standa allir frammi fyrir á hverjum degi sem lifa og hrærast í menntageiranum. Flest höfum við okkar eigin reynslu af menntakerfinu og skoðanir á þessu mikilvæga verkefni og jafnvel svör við mörgum brennandi spurningum en þurfum vettvang til að þróa þær frekar og koma þeim á framfæri. Þess vegna býður menntamálaráðuneytið til opinnar umræðu á Menntaþingi þann 5. mars nk. Á undarförnum árum hefur löggjöf um menntamál verið breytt þannig að segja má að allar meginstoðir menntakerfisins hafi verið teknar til endurskoðunar. Með nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og opinbera háskóla og einnig um kennaramenntun og námsgögn má fullyrða að mörkuð hafi verið ný menntastefna. Segja má að á örfáum árum hafi verið sett heildstæð löggjöf um menntakerfið allt. Um þessar mundir er unnið að innleiðingu hinnar nýju löggjafar með útgáfu reglugerða og þróun aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Á menntaþinginu verður gerð grein fyrir þessu starfi og kynntir grunnþættir nýrrar menntastefnu og meginviðmið náms og kennslu í skólakerfinu. Þessi tímamót leyfa okkur að spyrja róttækra spurninga um fyrirkomulag náms, s.s. hvort tímabært sé að endurskoða námstíma eða skil milli skólastiga. Aðrar spurningar sem velt verður upp tengjast þeim umbrotatímum sem við lifum og þurfum að laga okkur að, s.s. hvernig við tryggjum velferð í skólum hjá nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum á sama tíma og dregið er úr útgjöldum til skólamála. Þá skiptir líka máli að reyna að sjá fyrir sér sóknarfæri íslenska skólakerfisins og hvernig skólarnir geta tekið þátt í samfélagslegu uppbyggingarstarfi á Íslandi. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í umræðunni. Upplýsingar um Menntaþing má nálgast á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar