Kína orðið stærsti markaðurinn fyrir Bordeaux vín 17. september 2010 13:48 Kína hefur velt Bretlandi og Þýskalandi úr sessi sem stærsti útflutningsmarkaður fyrir frönsk Bordeaux vín í heiminum, mælt í verðmæti. Kínverjar eru í auknum mæli að fá smekk fyrir góðum vínum. Fjallað er um málið í Financial Times en þar segir að sala á Bordeaux vínum til Kína hafi tvöfaldast milli ára á síðustu fimm árum. Á fyrri helmingi þessa árs varð verðmæti útflutnings á Bordeaux vínum meira til Kína en Bretlands í fyrsta sinn og nam verðmætið 90 milljón punda, eða tæpum 16,5 milljörðum kr. Thomas Julien markaðsstjóri CIVB, sem markaðssetur Bordeaux vínin, segir að fyrir 5 til 6 árum vildu Kínverjar ekki einu sinni smakka á þessum vínum heldur spurðu bara um verðlistann. Nú gera þeir sér grein fyrir að vín snúast ekki bara um merki og verð. Fram kemur að fyrir utan hefðbundin borðvín séu Kínverjar, og Hong Kong búar, í auknum mæli farnir að kaupa þekkt árgangsvín dýrum dómum. Á uppboði nýlega í Hong Kong var flaska kassi af 1990 árganginum af La Tache Domaine de la Romanée Conti seldur á yfir 50,000 dollara og kassi af 1989 árganginum af Chateau Petrus seldist á rúmlega 40.000 dollara. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Kína hefur velt Bretlandi og Þýskalandi úr sessi sem stærsti útflutningsmarkaður fyrir frönsk Bordeaux vín í heiminum, mælt í verðmæti. Kínverjar eru í auknum mæli að fá smekk fyrir góðum vínum. Fjallað er um málið í Financial Times en þar segir að sala á Bordeaux vínum til Kína hafi tvöfaldast milli ára á síðustu fimm árum. Á fyrri helmingi þessa árs varð verðmæti útflutnings á Bordeaux vínum meira til Kína en Bretlands í fyrsta sinn og nam verðmætið 90 milljón punda, eða tæpum 16,5 milljörðum kr. Thomas Julien markaðsstjóri CIVB, sem markaðssetur Bordeaux vínin, segir að fyrir 5 til 6 árum vildu Kínverjar ekki einu sinni smakka á þessum vínum heldur spurðu bara um verðlistann. Nú gera þeir sér grein fyrir að vín snúast ekki bara um merki og verð. Fram kemur að fyrir utan hefðbundin borðvín séu Kínverjar, og Hong Kong búar, í auknum mæli farnir að kaupa þekkt árgangsvín dýrum dómum. Á uppboði nýlega í Hong Kong var flaska kassi af 1990 árganginum af La Tache Domaine de la Romanée Conti seldur á yfir 50,000 dollara og kassi af 1989 árganginum af Chateau Petrus seldist á rúmlega 40.000 dollara.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira