Leiðtogar ESB samþykkja harðari evru-reglur 29. október 2010 08:01 Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komið sér saman um að setja harðar reglur sem miða að því að styrkja evrusvæðið og minnka líkurnar á frekari fjármálakreppum. Leiðtogarnir sitja nú á fundi og í gær komu þeir sér saman um að setja upp neyðarsjóð sem ætlað er að styðja við evruna á erfiðum tímum. Þá hyggjast þeir setja lög sem gera Evrópusambandinu kleift að fylgjast náið með efnahagi aðildarlandanna og grípa inn í ef í óefni stefnir. Að sögn embættismanna sambandsins lá við algjöru hruni á evrusvæðinu fyrr á þessu ári vegna þess að reglur af þessu tagi hafi vantað. Á sama fundi tókst David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins að koma í veg fyrir tæplega sex prósenta hækkun á framlögum þjóðanna til sambandsins og naut hann stuðnings Frakka og Þjóðverja í þeirri baráttu. Niðurstaðan var sú að hækkunin mun nema 2.9 prósentum. Fréttaritari BBC á fundinum sem haldinn er í Brussel, segir að með nýju reglunum verði hægt að þvinga lönd sem aðild eigi að evrunni til þess að taka til í eigin ranni löngu áður en vandræði viðkomandi lands verði að vandamáli alls svæðisins. Hermann Van Rompoy, forseti Evrópuráðsins fagnaði tillögunum og segir að mikilvæg skref hafi verið tekin til þess að styrkja evruna og aðildarlönd hennar. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komið sér saman um að setja harðar reglur sem miða að því að styrkja evrusvæðið og minnka líkurnar á frekari fjármálakreppum. Leiðtogarnir sitja nú á fundi og í gær komu þeir sér saman um að setja upp neyðarsjóð sem ætlað er að styðja við evruna á erfiðum tímum. Þá hyggjast þeir setja lög sem gera Evrópusambandinu kleift að fylgjast náið með efnahagi aðildarlandanna og grípa inn í ef í óefni stefnir. Að sögn embættismanna sambandsins lá við algjöru hruni á evrusvæðinu fyrr á þessu ári vegna þess að reglur af þessu tagi hafi vantað. Á sama fundi tókst David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins að koma í veg fyrir tæplega sex prósenta hækkun á framlögum þjóðanna til sambandsins og naut hann stuðnings Frakka og Þjóðverja í þeirri baráttu. Niðurstaðan var sú að hækkunin mun nema 2.9 prósentum. Fréttaritari BBC á fundinum sem haldinn er í Brussel, segir að með nýju reglunum verði hægt að þvinga lönd sem aðild eigi að evrunni til þess að taka til í eigin ranni löngu áður en vandræði viðkomandi lands verði að vandamáli alls svæðisins. Hermann Van Rompoy, forseti Evrópuráðsins fagnaði tillögunum og segir að mikilvæg skref hafi verið tekin til þess að styrkja evruna og aðildarlönd hennar.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira