Þarf að velja á millli fótboltaliðsins og bankans 6. mars 2010 09:26 Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum.Fótboltaliðið sem hér um ræðir er Manchester United og bankinn er Goldman Sachs. O´Neill hefur verið einlægur aðdáandi liðsins allt sitt líf og hann er í forystu fyrir hópnum Rauðu riddararnir sem nú reyna að rífa liðið úr höndum Glazer-fjölskyldunnar bandarísku.Skilaboð Goldman Sachs til þessarar stjörnu sinnar eru skýr: Þú þarft að velja á milli vinnu þinnar og ástarinnar á fótboltaliðinu Manchester United, að því er segir í ítarlegri umfjöllun á börsen.dk um Jim O´Neill.O´Neill er ekki auðmaður eins og hinir Rauðu riddararnir fjórir en á móti kemur að hann nýtur nær takmarkalausrar virðingar í fjármálaheimi London-borgar. Það umfram annað hefur leitt til þess að Rauðu riddararnir segja að þeir geti nú lagt fram tilboð upp á 1,5 milljarð punda í Manchester United. Tilboð sem Glazer-fjölskyldan á erfitt með að hafna.Jim O´Neill ólst upp sem sonur fátæks póstmanns í suðurhluta Manchester borgar. Sem unglingur hafnaði hann skólastyrk frá virtum einkaskóla þar sem skólinn tók fótbolta ekki alvarlega. O´Neill tekur fótbolta hinsvegar mjög alvarlega, svo mjög að hann er tilbúinn að fórna starfi sínu fyrir lið sitt.Það var Goldman Sachs sem aðstoðaði Glazer-fjölskylduna við að afla 500 milljón punda til að kaupa Manchester United á sínum tíma. Sama dag sagði O´Neill án þess að blikna eða blána í samtali við Bloomberg fréttaveituna að kaupin á liðinu væru slæm viðskipti. Liðið væri of skuldsett. Hann myndi ekki kaupa neitt af þeim skuldabréfum sem voru í boði. „Ég set ævilangan stuðning minn við Manchester United framar öllu öðru," sagði hann.Þetta leiddi til þess að Glazer-fjölskyldan kom kvörtunum á framfæri við Lloyd Bankfein forstjóra Goldman Sachs sem reiddist yfirlýsingum hagfræðings síns og skammaði hann fyrir þær.Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Glazer-fjölskyldan stenst tilboð Rauðu riddarana eða ekki. Kannski nær O´Neill að uppfylla drauma sína og kaupa Manchester United. Fari svo eru vandamál hans hjá Goldmans Sachs úr sögunni. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum.Fótboltaliðið sem hér um ræðir er Manchester United og bankinn er Goldman Sachs. O´Neill hefur verið einlægur aðdáandi liðsins allt sitt líf og hann er í forystu fyrir hópnum Rauðu riddararnir sem nú reyna að rífa liðið úr höndum Glazer-fjölskyldunnar bandarísku.Skilaboð Goldman Sachs til þessarar stjörnu sinnar eru skýr: Þú þarft að velja á milli vinnu þinnar og ástarinnar á fótboltaliðinu Manchester United, að því er segir í ítarlegri umfjöllun á börsen.dk um Jim O´Neill.O´Neill er ekki auðmaður eins og hinir Rauðu riddararnir fjórir en á móti kemur að hann nýtur nær takmarkalausrar virðingar í fjármálaheimi London-borgar. Það umfram annað hefur leitt til þess að Rauðu riddararnir segja að þeir geti nú lagt fram tilboð upp á 1,5 milljarð punda í Manchester United. Tilboð sem Glazer-fjölskyldan á erfitt með að hafna.Jim O´Neill ólst upp sem sonur fátæks póstmanns í suðurhluta Manchester borgar. Sem unglingur hafnaði hann skólastyrk frá virtum einkaskóla þar sem skólinn tók fótbolta ekki alvarlega. O´Neill tekur fótbolta hinsvegar mjög alvarlega, svo mjög að hann er tilbúinn að fórna starfi sínu fyrir lið sitt.Það var Goldman Sachs sem aðstoðaði Glazer-fjölskylduna við að afla 500 milljón punda til að kaupa Manchester United á sínum tíma. Sama dag sagði O´Neill án þess að blikna eða blána í samtali við Bloomberg fréttaveituna að kaupin á liðinu væru slæm viðskipti. Liðið væri of skuldsett. Hann myndi ekki kaupa neitt af þeim skuldabréfum sem voru í boði. „Ég set ævilangan stuðning minn við Manchester United framar öllu öðru," sagði hann.Þetta leiddi til þess að Glazer-fjölskyldan kom kvörtunum á framfæri við Lloyd Bankfein forstjóra Goldman Sachs sem reiddist yfirlýsingum hagfræðings síns og skammaði hann fyrir þær.Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Glazer-fjölskyldan stenst tilboð Rauðu riddarana eða ekki. Kannski nær O´Neill að uppfylla drauma sína og kaupa Manchester United. Fari svo eru vandamál hans hjá Goldmans Sachs úr sögunni.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira