Lýðræðislegra stjórnskipulag 31. mars 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar um háskóla Um allan heim er nú mikið rætt um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi, stjórnun þeirra og hvernig tryggja megi akademískt frelsi, framfarir í kennslu og rannsóknum og gildi þeirra fyrir samfélagið almennt. Nú þegar kreppir að í öllum hinum vestræna heimi og skorið er niður í ríkisútgjöldum skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að meta stöðu og hlutverk háskóla. Sjá má dæmi þess að deildir missi fjárstuðning í virtum háskólum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum þrátt fyrir að státa af frábærum rannsóknum og kennslu, virtum fræðimönnum og ánægðum nemendum – einfaldlega vegna þess að þær skila ekki nægum aukatekjum. Þegar slík sjónarmið verða ofan á við stjórnun háskóla bendir það til þess að yfirvöld hafi misst sjónar á því um hvað starf háskóla á að snúast. Á dögunum var haldinn vel sóttur ráðherrafundur í Búdapest og Vín til að fagna tíu ára afmæli Bologna-yfirlýsingarinnar og hefja undirbúning fyrir nýtt evrópskt svæði æðri menntunar. Meðal þess sem þar var ofarlega á baugi var samfélagslegt hlutverk háskóla, hvernig þeir þjóna samfélaginu best og hvaða gagn háskólar og æðri menntun gerir almennt í samfélaginu. Hluti þessarar umræðu snýst um að gera fleirum kleift að leggja stund á háskólanám af einhverju tagi en hún snýst líka um gildismat samfélaga og hvernig háskólar taka þátt í að móta það gildismat. Nú liggur fyrir frumvarp mitt um opinbera háskóla þar sem þetta hlutverk opinberra háskóla er betur skilgreint og þar er dregið fram með skýrari hætti það hlutverk opinberra háskóla að miðla fræðslu til almennings og að veita samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Sú áhersla sem hér kemur fram er almennt í samræmi við viðtekin sjónarmið um hlutverk háskóla í lýðræðisríkjum. Annað mikilvægt atriði í hinu nýja frumvarpi varðar stjórnun háskóla en markmið þess er að efla lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla. Lagt er til að fulltrúum ráðherra í háskólaráði verði fækkað en á móti verði fulltrúum háskólasamfélagsins fjölgað. Með þessu er komið enn betur til móts við þau sjónarmið er fram komu við setningu laganna á Alþingi um að tryggja þurfi fræðilega þekkingu í ráðinu. Er þetta í samræmi við þær lýðræðishefðir sem tíðkast innan opinberu háskólanna og er til þess fallið að þeir sem fara með framkvæmdavaldið hafi reynslu og innsýn af starfsemi stofnunarinnar og fræðilega þekkingu á þeim fræðum sem stunduð eru í háskólanum. Með þessu er lagaumhverfið einnig fært nær því sem tíðkast í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þar er gert ráð fyrir að meirihluti háskólaráðs sé skipaður fulltrúum úr viðkomandi fræðasamfélagi. Í þriðja lagi er lagt til að það verði hlutverk háskólafundar að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans en í núverandi lögum er eingöngu rætt um að fundurinn taki þátt í slíkri stefnumótun. Háskólafundur er í eðli sínu lýðræðislegri samkoma en háskólaráð því þar sitja kosnir fulltrúar hvaðanæva úr háskólasamfélaginu og eðlilegt að hinar stóru línur séu lagðar þar en háskólaráð sjái svo um útfærslu og framkvæmd stefnunnar. Í fjórða lagi er lagt til að fulltrúar nemenda á háskólafundi verði kosnir til tveggja ára í stað eins árs áður og er það í samræmi við óskir fulltrúa stúdenta. Að lokum er lagt til að skýrari greinarmunur verði gerður á menntun sem fólgin er í endurmenntun og fræðslu til almennings annars vegar og hinni eiginlegu starfsemi háskóla hins vegar að veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Grundvallar munur er á þessari starfsemi. Þar sem annars vegar er um að ræða heimild háskóla til þess að veita endurmenntun gegn gjaldi og hins vegar menntun sem almenningi stendur til boða að uppfylltum skilyrðum um tiltekinn undirbúning. Þessu frumvarpi er ætlað að styrkja lýðræðislegt stjórnskipulag opinberra háskóla en standa um leið vörð um tengsl háskólanna við samfélagið með tveimur utanaðkomandi fulltrúum. Þá er skerpt á hinu mikla samfélagslega mikilvægi háskólanna og hlutverki þeirra fyrir samfélagið. Allt rímar þetta við þá hugsjón að háskólar megi áfram verða hornsteinar í samfélagsgerðinni, frumkvöðlar í þekkingarsköpun og leitinni að viskunni um leið og þeir útvegi samfélaginu vel menntað fólk því til stuðnings og endursköpunar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar um háskóla Um allan heim er nú mikið rætt um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi, stjórnun þeirra og hvernig tryggja megi akademískt frelsi, framfarir í kennslu og rannsóknum og gildi þeirra fyrir samfélagið almennt. Nú þegar kreppir að í öllum hinum vestræna heimi og skorið er niður í ríkisútgjöldum skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að meta stöðu og hlutverk háskóla. Sjá má dæmi þess að deildir missi fjárstuðning í virtum háskólum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum þrátt fyrir að státa af frábærum rannsóknum og kennslu, virtum fræðimönnum og ánægðum nemendum – einfaldlega vegna þess að þær skila ekki nægum aukatekjum. Þegar slík sjónarmið verða ofan á við stjórnun háskóla bendir það til þess að yfirvöld hafi misst sjónar á því um hvað starf háskóla á að snúast. Á dögunum var haldinn vel sóttur ráðherrafundur í Búdapest og Vín til að fagna tíu ára afmæli Bologna-yfirlýsingarinnar og hefja undirbúning fyrir nýtt evrópskt svæði æðri menntunar. Meðal þess sem þar var ofarlega á baugi var samfélagslegt hlutverk háskóla, hvernig þeir þjóna samfélaginu best og hvaða gagn háskólar og æðri menntun gerir almennt í samfélaginu. Hluti þessarar umræðu snýst um að gera fleirum kleift að leggja stund á háskólanám af einhverju tagi en hún snýst líka um gildismat samfélaga og hvernig háskólar taka þátt í að móta það gildismat. Nú liggur fyrir frumvarp mitt um opinbera háskóla þar sem þetta hlutverk opinberra háskóla er betur skilgreint og þar er dregið fram með skýrari hætti það hlutverk opinberra háskóla að miðla fræðslu til almennings og að veita samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Sú áhersla sem hér kemur fram er almennt í samræmi við viðtekin sjónarmið um hlutverk háskóla í lýðræðisríkjum. Annað mikilvægt atriði í hinu nýja frumvarpi varðar stjórnun háskóla en markmið þess er að efla lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla. Lagt er til að fulltrúum ráðherra í háskólaráði verði fækkað en á móti verði fulltrúum háskólasamfélagsins fjölgað. Með þessu er komið enn betur til móts við þau sjónarmið er fram komu við setningu laganna á Alþingi um að tryggja þurfi fræðilega þekkingu í ráðinu. Er þetta í samræmi við þær lýðræðishefðir sem tíðkast innan opinberu háskólanna og er til þess fallið að þeir sem fara með framkvæmdavaldið hafi reynslu og innsýn af starfsemi stofnunarinnar og fræðilega þekkingu á þeim fræðum sem stunduð eru í háskólanum. Með þessu er lagaumhverfið einnig fært nær því sem tíðkast í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þar er gert ráð fyrir að meirihluti háskólaráðs sé skipaður fulltrúum úr viðkomandi fræðasamfélagi. Í þriðja lagi er lagt til að það verði hlutverk háskólafundar að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans en í núverandi lögum er eingöngu rætt um að fundurinn taki þátt í slíkri stefnumótun. Háskólafundur er í eðli sínu lýðræðislegri samkoma en háskólaráð því þar sitja kosnir fulltrúar hvaðanæva úr háskólasamfélaginu og eðlilegt að hinar stóru línur séu lagðar þar en háskólaráð sjái svo um útfærslu og framkvæmd stefnunnar. Í fjórða lagi er lagt til að fulltrúar nemenda á háskólafundi verði kosnir til tveggja ára í stað eins árs áður og er það í samræmi við óskir fulltrúa stúdenta. Að lokum er lagt til að skýrari greinarmunur verði gerður á menntun sem fólgin er í endurmenntun og fræðslu til almennings annars vegar og hinni eiginlegu starfsemi háskóla hins vegar að veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Grundvallar munur er á þessari starfsemi. Þar sem annars vegar er um að ræða heimild háskóla til þess að veita endurmenntun gegn gjaldi og hins vegar menntun sem almenningi stendur til boða að uppfylltum skilyrðum um tiltekinn undirbúning. Þessu frumvarpi er ætlað að styrkja lýðræðislegt stjórnskipulag opinberra háskóla en standa um leið vörð um tengsl háskólanna við samfélagið með tveimur utanaðkomandi fulltrúum. Þá er skerpt á hinu mikla samfélagslega mikilvægi háskólanna og hlutverki þeirra fyrir samfélagið. Allt rímar þetta við þá hugsjón að háskólar megi áfram verða hornsteinar í samfélagsgerðinni, frumkvöðlar í þekkingarsköpun og leitinni að viskunni um leið og þeir útvegi samfélaginu vel menntað fólk því til stuðnings og endursköpunar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun