Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða Boði Logason skrifar 31. maí 2010 12:16 Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins Mynd/Valgarður „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. Guðmundur gagnrýndi forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og sagði að formaður flokksins beri ábyrgð á slæmu gengi flokksins í kosningum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Þá krefjast Ungir Framsóknarmenn í Húnavatnssýslum þess að Guðmundur biðjist afsökunar á opinberum vettvangi. „Það er nú illa komið fyrir flokknum ef menn þyrftu að biðjast afsökunar að segja skoðun sína. Í rauninni var ég að segja mjög einfaldan og augljósan hlut." Hann bendir á að þrátt fyrir endurnýjun í flokknum, hafi Framsóknarflokkurinn ekki verið valkostur í kosningunum í Reykjavík. „Þessi skilaboð til okkar þurfum við að taka mjög alvarlega og ræða." Hann segist ekki geta annað en hlegið yfir kröfum ungliðanna í Húnavatnssýslum og Skagafirði. „Ég er bara að segja hinn augljósa hlut. Ég er að vona að út úr þessu komi betri flokkur vegna þess að maður verður betri ef maður lítur í eigin barm og tekur skilaboð til sín alvarlega. Ég sjálfur lít í eigin barm. Það er mikið talað um það hvernig pólitík og stjórnmálamenn eigi að vera, eitt af því sem ég held að þeir eigi að vera er að segja skoðun sína og bera rök fyrir máli sínu. Og það er það er ég að gera núna." Aðspurður hvort að hann hafi heyrt í Sigmundi Davíð, formanni Framsóknarflokksins, segir hann ekki svo vera. „Nei hann hefur ekki hringt," segir Guðmundur. Þá kveðst hann ekki vera íhuga formannsframboð. „Ég hef nákvæmlega ekkert hugleitt það. Þetta snýst ekkert um það." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00 Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
„Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. Guðmundur gagnrýndi forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og sagði að formaður flokksins beri ábyrgð á slæmu gengi flokksins í kosningum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Þá krefjast Ungir Framsóknarmenn í Húnavatnssýslum þess að Guðmundur biðjist afsökunar á opinberum vettvangi. „Það er nú illa komið fyrir flokknum ef menn þyrftu að biðjast afsökunar að segja skoðun sína. Í rauninni var ég að segja mjög einfaldan og augljósan hlut." Hann bendir á að þrátt fyrir endurnýjun í flokknum, hafi Framsóknarflokkurinn ekki verið valkostur í kosningunum í Reykjavík. „Þessi skilaboð til okkar þurfum við að taka mjög alvarlega og ræða." Hann segist ekki geta annað en hlegið yfir kröfum ungliðanna í Húnavatnssýslum og Skagafirði. „Ég er bara að segja hinn augljósa hlut. Ég er að vona að út úr þessu komi betri flokkur vegna þess að maður verður betri ef maður lítur í eigin barm og tekur skilaboð til sín alvarlega. Ég sjálfur lít í eigin barm. Það er mikið talað um það hvernig pólitík og stjórnmálamenn eigi að vera, eitt af því sem ég held að þeir eigi að vera er að segja skoðun sína og bera rök fyrir máli sínu. Og það er það er ég að gera núna." Aðspurður hvort að hann hafi heyrt í Sigmundi Davíð, formanni Framsóknarflokksins, segir hann ekki svo vera. „Nei hann hefur ekki hringt," segir Guðmundur. Þá kveðst hann ekki vera íhuga formannsframboð. „Ég hef nákvæmlega ekkert hugleitt það. Þetta snýst ekkert um það."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00 Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00
Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57