20 prósenta lækkun kostar 229 milljarða 20. maí 2010 06:00 höfuðstólslækkun Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra hefur látið reiknað út kostnað við lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og annarra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila, ef ákveðið yrði að lækka höfuðstól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við lánstíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu prósenta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækkun höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekjutengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjárhag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga haldast óbreytt þótt höfuðstóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyrissjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höfuðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. peturg@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og annarra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila, ef ákveðið yrði að lækka höfuðstól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við lánstíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu prósenta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækkun höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekjutengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjárhag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga haldast óbreytt þótt höfuðstóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyrissjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höfuðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. peturg@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira