Sergio Ramos: Bað ekki um rauða spjaldið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2010 12:00 Nordic Photos / Getty Images Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid, segir að það hafi ekki verið viljandi gert að hann fékk rautt spjald í leiknum gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í gær. Það var skrautleg uppákoma undir lok leiksins þegar að þeir Xabi Alonso og Ramos fengu báðir sína síðari áminningu í leiknum fyrir tafir og þar með rautt. Real vann leikinn, 4-0, og því engin ástæða til að tefja leik. Alonso var að taka aukaspyrnu og Ramos markspyrnu og báðir tóku sér drjúgan tíma til að taka spyrnurnar með þeim afleiðingum að dómara leiksins var engra annarra kosta völ en að gefa þeim áminningu. Real er öruggt með efsta sæti riðilsins og munu félagarnir nú missa af leiknum gegn Auxerre í lokaumferð riðlakeppninnar. Leikurinn er þýðingarlaus en Ramos og Alonso munu nú fara í 16-liða úrslitin með hreinan skjöld. „Við vorum ekki að biðja um spjöldin. Dómarinn hefði getað sleppt því að reka okkur út af miðað við hver staðan var í leiknum. En hann rak mig af velli og lengra nær það ekki." Jose Mourinho kom sér undan því að svara spurningum hvort að hann hafi gefið leikmönnunum fyrirmæli um að næla sér í rautt spjald. „Ég ræddi við marga leikmenn í leiknum, ekki bara Ramos og Alonso. Sögurnar selja en það mikilvæga er að við unnum 4-0 og spiluðum frábærlega. Við skulum frekar tala um það en ekki eitthvað annað," sagði Mourinho eftir leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Sjá meira
Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid, segir að það hafi ekki verið viljandi gert að hann fékk rautt spjald í leiknum gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í gær. Það var skrautleg uppákoma undir lok leiksins þegar að þeir Xabi Alonso og Ramos fengu báðir sína síðari áminningu í leiknum fyrir tafir og þar með rautt. Real vann leikinn, 4-0, og því engin ástæða til að tefja leik. Alonso var að taka aukaspyrnu og Ramos markspyrnu og báðir tóku sér drjúgan tíma til að taka spyrnurnar með þeim afleiðingum að dómara leiksins var engra annarra kosta völ en að gefa þeim áminningu. Real er öruggt með efsta sæti riðilsins og munu félagarnir nú missa af leiknum gegn Auxerre í lokaumferð riðlakeppninnar. Leikurinn er þýðingarlaus en Ramos og Alonso munu nú fara í 16-liða úrslitin með hreinan skjöld. „Við vorum ekki að biðja um spjöldin. Dómarinn hefði getað sleppt því að reka okkur út af miðað við hver staðan var í leiknum. En hann rak mig af velli og lengra nær það ekki." Jose Mourinho kom sér undan því að svara spurningum hvort að hann hafi gefið leikmönnunum fyrirmæli um að næla sér í rautt spjald. „Ég ræddi við marga leikmenn í leiknum, ekki bara Ramos og Alonso. Sögurnar selja en það mikilvæga er að við unnum 4-0 og spiluðum frábærlega. Við skulum frekar tala um það en ekki eitthvað annað," sagði Mourinho eftir leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Sjá meira