Goldman Sachs ákærður fyrir fjársvik, hlutabréf hrapa 16. apríl 2010 16:24 Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street.Samkvæmt frétt á börsen.dk gengur ákæra SEC út á að Goldman Sachs hafi meðvitað blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með skuldabréfavafning sem tengdur var svokölluðum undirmálslánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 2007. Viðskiptavinir bankans töpuðu um 5 milljörðum dollara eða yfir 630 milljörðum kr.SEC segir að Goldman Sachs hafi meðvitað leyft einum af stærstu vogunarsjóðum heimsins, Paulson & Co., að hafa áhrif á samsetningu á skuldabréfavafningnum á sama tíma og Paulson veðjaði síðan á að vafningurinn myndi falla í verði.Vafningurinn sem hér um ræðir bar heitið Abacus 2007-AC1 og var boðinn öðrum fjárfestum til sölu án þess að geta um aðkomu þriðja aðila að honum. Þar með vissi enginn að þeir sem stóðu að baki gerningnum myndu hagnast mest á honum í samdrætti á markaðinum.Sölunni á Abacus 2007-AC1 lauk þann 26. apríl og í framhaldinu greiddi Paulson 15 milljónir dollara til Goldman Sachs fyrir að hafa staðið fyrir sölunni. Sex mánuðum síðar höfðu 83% af undirmálslánunum í vafningnum tapað verðgildi sínu. Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street.Samkvæmt frétt á börsen.dk gengur ákæra SEC út á að Goldman Sachs hafi meðvitað blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með skuldabréfavafning sem tengdur var svokölluðum undirmálslánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 2007. Viðskiptavinir bankans töpuðu um 5 milljörðum dollara eða yfir 630 milljörðum kr.SEC segir að Goldman Sachs hafi meðvitað leyft einum af stærstu vogunarsjóðum heimsins, Paulson & Co., að hafa áhrif á samsetningu á skuldabréfavafningnum á sama tíma og Paulson veðjaði síðan á að vafningurinn myndi falla í verði.Vafningurinn sem hér um ræðir bar heitið Abacus 2007-AC1 og var boðinn öðrum fjárfestum til sölu án þess að geta um aðkomu þriðja aðila að honum. Þar með vissi enginn að þeir sem stóðu að baki gerningnum myndu hagnast mest á honum í samdrætti á markaðinum.Sölunni á Abacus 2007-AC1 lauk þann 26. apríl og í framhaldinu greiddi Paulson 15 milljónir dollara til Goldman Sachs fyrir að hafa staðið fyrir sölunni. Sex mánuðum síðar höfðu 83% af undirmálslánunum í vafningnum tapað verðgildi sínu.
Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent