Bloomberg: Actavis og Teva slást um Ratiopharm 17. febrúar 2010 08:32 Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni verða það Actavis og Teva sem fá leyfi til að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Þar með er bandaríski lyfjarisinn Pfizer dottinn út úr baráttunni um Ratiopharm.Á Reuters er nákvæm greining á möguleikum Actavis, Teva og Pfizer á að ná Ratiopharm og hvað það myndi hafa í för með sér fyrir hvert þeirra í framtíðinni. Samkvæmt Reuters stendur Actavis vel að vígi í samanburðinum.Teva er hinsvegar stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins og sagt hafa djúpa vasa til kaupanna en reiknað er með að 3 milljarðar evra fáist fyrir Ratiopharm. Áður hefur komið fram á Reuters að sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT veiti Actavis fjárhagsstuðning.Bæði Bloomberg og Reuters greina frá því að Deutsche Bank, aðallánadrottinn Actavis, standi að fullu á bakvið tilraun Actavis til að ná Ratiopharm. Með kaupunum telur bankinn að hann geti betur tryggt lán sín til Actavis sem nema nú rúmum 4 milljörðum evra. Einnig telur bankinn að það sé betra að koma sameinuðu félagi í verð. Reynt var að selja Actavis fyrir ári síðan en það gekk ekki.„Minni stærð Actavis gæti höfðað til eigandans sem er fjölskylda," segir greinandinn David Windley hjá Jefferies í samtali við Reuters. „Þar að auki yrði yfirtaka Actavis nokkuð starfsmannavænni." Þar á Windley við að kvisast hefur út að Teva ætli að segja mörgum starfsmanna upp í höfuðstöðvum Ratiopharm í borginni Ulm.Fari svo að Actavis nái að kaupa Ratiopharm mun samruni þessara tveggja fyrirtækja skapa þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Frétt Bloomberg byggir á þremur heimildum en talsmenn Actavirs og Teva vildu ekki tjá sig um málið. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni verða það Actavis og Teva sem fá leyfi til að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Þar með er bandaríski lyfjarisinn Pfizer dottinn út úr baráttunni um Ratiopharm.Á Reuters er nákvæm greining á möguleikum Actavis, Teva og Pfizer á að ná Ratiopharm og hvað það myndi hafa í för með sér fyrir hvert þeirra í framtíðinni. Samkvæmt Reuters stendur Actavis vel að vígi í samanburðinum.Teva er hinsvegar stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins og sagt hafa djúpa vasa til kaupanna en reiknað er með að 3 milljarðar evra fáist fyrir Ratiopharm. Áður hefur komið fram á Reuters að sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT veiti Actavis fjárhagsstuðning.Bæði Bloomberg og Reuters greina frá því að Deutsche Bank, aðallánadrottinn Actavis, standi að fullu á bakvið tilraun Actavis til að ná Ratiopharm. Með kaupunum telur bankinn að hann geti betur tryggt lán sín til Actavis sem nema nú rúmum 4 milljörðum evra. Einnig telur bankinn að það sé betra að koma sameinuðu félagi í verð. Reynt var að selja Actavis fyrir ári síðan en það gekk ekki.„Minni stærð Actavis gæti höfðað til eigandans sem er fjölskylda," segir greinandinn David Windley hjá Jefferies í samtali við Reuters. „Þar að auki yrði yfirtaka Actavis nokkuð starfsmannavænni." Þar á Windley við að kvisast hefur út að Teva ætli að segja mörgum starfsmanna upp í höfuðstöðvum Ratiopharm í borginni Ulm.Fari svo að Actavis nái að kaupa Ratiopharm mun samruni þessara tveggja fyrirtækja skapa þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Frétt Bloomberg byggir á þremur heimildum en talsmenn Actavirs og Teva vildu ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira